Viðskipti erlent

Verð á gulli og silfri í methæðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gull er dýrt þessa dagana. Mynd/ afp
Gull er dýrt þessa dagana. Mynd/ afp
Verð á gulli og silfri fór í methæðir í morgun. Ástæðan er sú að bandaríkjadalur er að lækka og ófriður í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku ógnar stöðugleika.

Gullverð fór í morgun í rúma 1.518 dali á únsu á markaði í Evrópu. Það lækkaði svo aftur, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Silfur fór upp í 49,8 dali á únsu en lækkaði svo niður í slétta 49 dali. Verð á silfri hefur ekki verið hærra síðan 1980.  

Fjárfestar hafa verið að kaupa verðmæta málma að undanförnu til að tryggja sig fyrir verðbólgu og óróa í heiminum. Sérfræðingar telja að verð á málmum gæti hækkað enn meira.

Ein únsa er um það bil 30 grömm.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×