Fótbolti

Barcelona íhugar að kæra Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hrokalæti Mourinho fóru ekki vel í dómarana í gær.
Hrokalæti Mourinho fóru ekki vel í dómarana í gær.
Það er lítil hamingja í herbúðum Barcelona með ummæli José Mourinho, þjálfara Real Madrid, eftir leik liðanna í Meistaradeildinni í gær. Lögfræðingar Barcelona skoða nú þann möguleika að kæra Mourinho fyrir ummælin.

Mourinho ýjaði að samsæri eftir leikinn í gær og sagði að það væri gaman að sjá Barcelona vinna Meistaradeildina á heiðarlegan hátt.

"Lögfræðingar okkar munu fara yfir ummælin og síðan ákveða hvort við skjótum ummælunum til UEFA," segir á heimasíðu Barcelona.

Mourinho var rekinn upp í stúku í gær fyrir mótmæli sem einkenndust reyndar af hrokalátum.


Tengdar fréttir

Mourinho: Já, við erum úr leik

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, viðurkenndi það eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri leiknum á móti Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld að liðið ætti litla sem enga möguleika á því að komast áfram í úrslitaleikinn á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×