Dollarinn heldur áfram að veikjast 29. apríl 2011 11:39 Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu. Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu.
Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira