Jón Margeir Sverrisson setti í morgun heimsmet í 800 metra skriðsundi í flokki S14 þegar hann synti á tímanum 9.07,25 mín. Gamla heimsmetið var 9.07,55 mín en í þessu sama sundi á millitíma í 400 metra skriðsundi setti hann nýtt Íslandsmest á 4.32,38mín.
Jón Margeir syndir fyrir Ösp/Fjölni og er nú staddur á opna þýska meistaramótinu og kann greinilega svona fantavel við sig í Þýskalandi.
Þess má þó geta að 800 metra skriðsund er ekki í boði á Ólympíumóti fatlaðra 2012 heldur mun þroskahömluðum aðeins gefast kostur á þremur keppnisgreinum í sundi í London, 800 metra skriðsund er ekki á meðal þeirra greina.
Jón Margeir setti heimsmet

Mest lesið





„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn


Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn

