Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2011 08:00 Skúli Magnússon er ritari EFTA dómstólsins. Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli. Icesave Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli.
Icesave Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira