Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. apríl 2011 20:52 Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í liði KR með 28 stig. Mynd/Daníel KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira
KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson
Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira