Meistaradeildarmartröð Chelsea heldur áfram - United áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2011 16:19 Nordic Photos / Getty Images Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira