Heidfeld ánægður með bronsið 13. apríl 2011 08:30 Nick Heidfeld frá Þýskalandi ekur með Renault. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nick Heidfeld tryggði Renault bronsið í kappakstrinum í Malasíu á sunnudaginn og lið hans náði þriðja sæti einnig í fyrsta móti ársins með Vitaly Petrov. Heidfeld er staðgengill Robert Kubica. „Þetta eru frábær úrslit fyrir mig og liðið. Við höfum náð á verðlaunapall í tveimur mótum, sem sýnir hvað miklum framförum liðið hefur tekið. Vonandi getum við haldið framþróun bílsins áfram og náð álíka árangri í mótum á árinu", sagði Heidfeld í fréttatilkynningu frá liðinu. Margir ökumenn beittu stillanlegum afturvæng til framúraksturs og mátti berlega sjá að nýjunginn er að virka sem skyldi. Ökumaður sem er fyrir aftan keppinaut má breyta afstöðu afturvængs til að minnka niðurtog og auka hámarkshraðann til að komast framúr. „Það gekk mikið á í mótinu og ljóst að afturvængurinn virkar. Auðvitað líkar þeim við hann sem nota hann til framúraksturs, of öfugt ef farið er framúr þér með noktun hans. Ég vill samt ekki búa til gervi kappakstur með tækni, en fyrst reglan er til staðar og möguleikinn, þá er málið að nota hann." Heidfeld keppir í Kína um helgina, á brautinni sem er kennd við Sjanghæ og aðspurður um hvort hann stefndi á verðlaunapall á ný sagði Heidfeld: „Það er of snemmt að segja til um það. Það fer eftir því hvaða endurbætur verða í bílnum. Við vorum með nýjung á Sepang brautinni, en breyting á milli móta ekki eins mikil og fyrir það mót. En brautin er þannig að bíllinn ætti að vera góður á hraðasta kafla brautarinnar", sagði Heidfeld. Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nick Heidfeld tryggði Renault bronsið í kappakstrinum í Malasíu á sunnudaginn og lið hans náði þriðja sæti einnig í fyrsta móti ársins með Vitaly Petrov. Heidfeld er staðgengill Robert Kubica. „Þetta eru frábær úrslit fyrir mig og liðið. Við höfum náð á verðlaunapall í tveimur mótum, sem sýnir hvað miklum framförum liðið hefur tekið. Vonandi getum við haldið framþróun bílsins áfram og náð álíka árangri í mótum á árinu", sagði Heidfeld í fréttatilkynningu frá liðinu. Margir ökumenn beittu stillanlegum afturvæng til framúraksturs og mátti berlega sjá að nýjunginn er að virka sem skyldi. Ökumaður sem er fyrir aftan keppinaut má breyta afstöðu afturvængs til að minnka niðurtog og auka hámarkshraðann til að komast framúr. „Það gekk mikið á í mótinu og ljóst að afturvængurinn virkar. Auðvitað líkar þeim við hann sem nota hann til framúraksturs, of öfugt ef farið er framúr þér með noktun hans. Ég vill samt ekki búa til gervi kappakstur með tækni, en fyrst reglan er til staðar og möguleikinn, þá er málið að nota hann." Heidfeld keppir í Kína um helgina, á brautinni sem er kennd við Sjanghæ og aðspurður um hvort hann stefndi á verðlaunapall á ný sagði Heidfeld: „Það er of snemmt að segja til um það. Það fer eftir því hvaða endurbætur verða í bílnum. Við vorum með nýjung á Sepang brautinni, en breyting á milli móta ekki eins mikil og fyrir það mót. En brautin er þannig að bíllinn ætti að vera góður á hraðasta kafla brautarinnar", sagði Heidfeld.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira