Rosberg: Erfið byrjun á tímabilinu 13. apríl 2011 09:32 Nico Rosberg hjá Mercedes. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. „Brautin í Sjanghæ er skemmtilegt viðfangsefni og ég á góðar minningar frá því í mótinu í fyrra, þar sem ég var í þriðja sæti á verðlaunapallinum", sagði Rosberg um mótið á sunnudaginn í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Byrjunin á tímabilinu í ár hefur verið erfið, en ég hlakka til að snúa gangi mála okkur í hag um helgina. Ég kann vel við að aka brautina og hefur verið fljótur á henni. Við hefðum getað náð ofar í tímatökum í Malasíu, þannig að ég veit að það býr meira í bílnum, þegar allt virkar sem skyldi. Við vinnum hörðum höndum að því að láta það gerast." Schumacher varð aðeins ellefti á ráslínu í Malasíu og hefur ekki gengið vel í tímatökum á árinu og hefur ekki komist í stigasæti í keppni, né heldur Rosberg. „Ég hlakka til mótsins í Sjanghæ og verkefnisins. Við höfum smá tíma til undirbúnings eftir mótið um síðustu helgi. Við erum að læra og mætum með opnum hug til leiks í næsta mót. Erum með metnað til að gera betur en í fyrstu mótunum. Aðdáendur okkar í Kína eru áhugasamir og veita stuðning og við munum gera okkar besta til að sýna okkar besta", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. „Brautin í Sjanghæ er skemmtilegt viðfangsefni og ég á góðar minningar frá því í mótinu í fyrra, þar sem ég var í þriðja sæti á verðlaunapallinum", sagði Rosberg um mótið á sunnudaginn í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Byrjunin á tímabilinu í ár hefur verið erfið, en ég hlakka til að snúa gangi mála okkur í hag um helgina. Ég kann vel við að aka brautina og hefur verið fljótur á henni. Við hefðum getað náð ofar í tímatökum í Malasíu, þannig að ég veit að það býr meira í bílnum, þegar allt virkar sem skyldi. Við vinnum hörðum höndum að því að láta það gerast." Schumacher varð aðeins ellefti á ráslínu í Malasíu og hefur ekki gengið vel í tímatökum á árinu og hefur ekki komist í stigasæti í keppni, né heldur Rosberg. „Ég hlakka til mótsins í Sjanghæ og verkefnisins. Við höfum smá tíma til undirbúnings eftir mótið um síðustu helgi. Við erum að læra og mætum með opnum hug til leiks í næsta mót. Erum með metnað til að gera betur en í fyrstu mótunum. Aðdáendur okkar í Kína eru áhugasamir og veita stuðning og við munum gera okkar besta til að sýna okkar besta", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira