Harry Redknapp, stjóri Tottenham, neitaði að gagnrýna brasilíska markvörðinn Heurelho Gomes, þrátt fyrir að hann hafi fengið á sig mikið klaufamark í 0-1 tapi Tottenham á móti Real Madrid í gær í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
„Þetta voru bara mistök og auðvitað voru vonbrigði að fá á sig svona mark. Ég ætla samt ekki ekki að kenna markverðinum um þetta því hann er búinn að vera frábær síðan að ég settist í stjórastólinn. Gomes gerði bara þessi mistök og svoleiðis er þetta bara stundum," sagði Harry Redknapp.
Heurelho Gomes missti boltann í gegnum hendurnar eftir hættulítið langskot frá Cristiano Ronaldo. Real vann leikinn 1-0 en samanlagt vann Real-liðið 5-0 í leikjunum tveimur.
„Hann er búinn að verja nokkrum sinnum frábærlega fyrir okkur í vetur og hefur varið suma bolta sem hann átti ekki að geta tekið. Ég hef yfir engu að kvarta," sagði Redknapp.
Fótbolti