Hamilton: Einstök tilfinning að færa liðinu sigur 17. apríl 2011 12:05 McLaren liðið fagnar sigri á Sjanghæ brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson McLaren liðið og Lewis Hamilton tók ákveðna áhættu fyrir mótið í Sjanghæ í Kína varðandi keppnisáætlun og það skilaði gullinu í æsispennandi keppni. Hamilton sá við helsta keppinaut sínum í næst síðasta hring mótsins. Hamilton fór framúr Sebastian Vettel á lokasprettinum og var að vonum kampakátur með dýrmæt stig í stigakeppni ökumanna. „Keppnisáætlunin sem við notuðum gekk upp og þjónustuhléin voru frábær. Ég þurfti að passa upp á dekkin, eftir því sem ég jók hraðann. Þetta er eitt besta mót sem ég hef upplifað. Ég þurfti að fara framúr talsvert mörgum og bestu þakkir til liðsins. Þeir setja hjarta sitt í það að gera bílinn sem bestan og það er einstök tilfinning að færa þeim sigur", sagði Hamilton á fréttamannafundi eftir keppnina. Litlu munaði að Hamilton næði ekki að taka stöðu sína á ráslínunni og munaði aðeins 30 sekúndum á því að hann þyrfti að hefja keppni á þjónustusvæðinu, þar sem hann var nálægt því að brjóta tímamörk. Þjónustumenn hans höfðu ekki náð því að koma bílnum heim og saman í tæka tíð, en á endanum tókst að koma Hamilton úr þjónustuskýlið og á réttan stað inn á braut. Þetta lagði grunn að góðum sigri og dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Formúla Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
McLaren liðið og Lewis Hamilton tók ákveðna áhættu fyrir mótið í Sjanghæ í Kína varðandi keppnisáætlun og það skilaði gullinu í æsispennandi keppni. Hamilton sá við helsta keppinaut sínum í næst síðasta hring mótsins. Hamilton fór framúr Sebastian Vettel á lokasprettinum og var að vonum kampakátur með dýrmæt stig í stigakeppni ökumanna. „Keppnisáætlunin sem við notuðum gekk upp og þjónustuhléin voru frábær. Ég þurfti að passa upp á dekkin, eftir því sem ég jók hraðann. Þetta er eitt besta mót sem ég hef upplifað. Ég þurfti að fara framúr talsvert mörgum og bestu þakkir til liðsins. Þeir setja hjarta sitt í það að gera bílinn sem bestan og það er einstök tilfinning að færa þeim sigur", sagði Hamilton á fréttamannafundi eftir keppnina. Litlu munaði að Hamilton næði ekki að taka stöðu sína á ráslínunni og munaði aðeins 30 sekúndum á því að hann þyrfti að hefja keppni á þjónustusvæðinu, þar sem hann var nálægt því að brjóta tímamörk. Þjónustumenn hans höfðu ekki náð því að koma bílnum heim og saman í tæka tíð, en á endanum tókst að koma Hamilton úr þjónustuskýlið og á réttan stað inn á braut. Þetta lagði grunn að góðum sigri og dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna.
Formúla Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira