Vettel: Reyndi að verjast Hamilton af bestu getu 18. apríl 2011 13:46 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Sjanghæ í gær. Mynd: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér. Vettel útskýrði gang mála hjá sér í fréttatilkynningu frá Red Bull, sem liðið sendi frá sér eftir keppnina. „Ræsingin var ekki sem best og af einhverjum sökum þá er vinstri hluti brautarinnar hérna verri en sá hægri. Ég tapaði sætum til Jenson og Lewis. Eftir þetta var þetta spurning um að vera þolinmóður", sagði Vettel um atburði gærdagsins. „Við fórum betur með dekkin fyrir fyrsta þjónustuhléið og ég hefði getað ekið lengur á dekkjunum, en það var ekki ástæða til. Það kom á óvart að Jenson keyrði inn á mitt þjónustusvæði og ég vonaði að hann héldi áfram. Það gerðist svipað fyrir tveimur árum með Torro Rosso bíl. Ég veit ekki hvað laðar fólk að stöðva hjá okkur!", sagði Vettel. Button ók ínn á þjónustusvæði Red Bull, rétt á undan Vettel fyrir misgáning, en áttaði sig og hélt áfram á svæði McLaren. Hann tapaði dýrmætum tíma og Vettel komst út á braut á undan honum. „Þetta hafði engin áhrif og strákanir héldu vöku sinni. Ég kom út í forystu og reyndi að haga málum þannig að ég þyrfti bara tvö hlé. Ég hefði átt að keyra lengur á milli þjónustuhléa, en á lokasprettinum þá var ég kominn á harðari dekkinn og sá Lewis færast nær og nær. Ég reyndi að verjast af bestu getu, án þess að tapa tíma, en hann fann leið framhjá mér." „Þetta var erfið keppni og við gerðum tvenn mistök, en við náðum samt öðru og þriðja sæti (Mark Webber varð þriðji á Red Bull), sem eru hagstæð úrslit. Ég óska Lewis og McLaren til hamingju. Þeir stóðu sig vel og þetta sýnir að ef maður reynir eitthvað nýtt eða gerir mistök, þá er einhver til staðar sem getur unnið þig. Þetta var gott mót og við getum lært mikið af atburðum dagsins. Mark ók vel og hratt. Þegar tvö hlé eru tekinn, þá þarf maður að vera þolinmóður og passa upp á dekkinn. Það gekk ekki upp í dag", sagði Vettel. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24. Formúla Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér. Vettel útskýrði gang mála hjá sér í fréttatilkynningu frá Red Bull, sem liðið sendi frá sér eftir keppnina. „Ræsingin var ekki sem best og af einhverjum sökum þá er vinstri hluti brautarinnar hérna verri en sá hægri. Ég tapaði sætum til Jenson og Lewis. Eftir þetta var þetta spurning um að vera þolinmóður", sagði Vettel um atburði gærdagsins. „Við fórum betur með dekkin fyrir fyrsta þjónustuhléið og ég hefði getað ekið lengur á dekkjunum, en það var ekki ástæða til. Það kom á óvart að Jenson keyrði inn á mitt þjónustusvæði og ég vonaði að hann héldi áfram. Það gerðist svipað fyrir tveimur árum með Torro Rosso bíl. Ég veit ekki hvað laðar fólk að stöðva hjá okkur!", sagði Vettel. Button ók ínn á þjónustusvæði Red Bull, rétt á undan Vettel fyrir misgáning, en áttaði sig og hélt áfram á svæði McLaren. Hann tapaði dýrmætum tíma og Vettel komst út á braut á undan honum. „Þetta hafði engin áhrif og strákanir héldu vöku sinni. Ég kom út í forystu og reyndi að haga málum þannig að ég þyrfti bara tvö hlé. Ég hefði átt að keyra lengur á milli þjónustuhléa, en á lokasprettinum þá var ég kominn á harðari dekkinn og sá Lewis færast nær og nær. Ég reyndi að verjast af bestu getu, án þess að tapa tíma, en hann fann leið framhjá mér." „Þetta var erfið keppni og við gerðum tvenn mistök, en við náðum samt öðru og þriðja sæti (Mark Webber varð þriðji á Red Bull), sem eru hagstæð úrslit. Ég óska Lewis og McLaren til hamingju. Þeir stóðu sig vel og þetta sýnir að ef maður reynir eitthvað nýtt eða gerir mistök, þá er einhver til staðar sem getur unnið þig. Þetta var gott mót og við getum lært mikið af atburðum dagsins. Mark ók vel og hratt. Þegar tvö hlé eru tekinn, þá þarf maður að vera þolinmóður og passa upp á dekkinn. Það gekk ekki upp í dag", sagði Vettel. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24.
Formúla Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira