Heimir Örn: Fá norðlensku geðveikina í gang Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 18:15 Heimir Örn Árnason í leik með Akureyri. Heimir Örn Árnason, leikstjórnandinn sterki í liði Akureyrar, segir að nú gildi ekkert annað en að fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með sér í lið í kvöld. Akureyri mætir HK í oddaleik um sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla klukkan 19.30 í kvöld. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli en deildarmeistararnir voru svo flengdir í næsta leik liðanna um helgina. „Þetta var einfaldlega hörmulegt. Við mættum ekki nógu einbeittir í verkefnið og vorum ótrúlega fljótir að gefa eftir," sagði Heimir Örn um þann leik í samtali við Vísi í dag. „Við lærum af þessu, það er ekki spurning. Helsta niðurlægingin var sú að þeir börðu vel á okkur og við hörfuðum undan því sem er ólíkt okkur. Það verður ekki af þeim tekið að HK spilaði vel en við mætum dýrvitlausir í kvöld," bætti hann við. Akureyri komst í úrslit bikarsins í vetur en tapaði óvænt fyrir Val í úrslitaleiknum. Heimir segir að liði hafi spilað vel í mikilvægum leikjum í vetur, fyrir utan bikarúrslitin. „Það sem er mikilvægast er að fá þá reynslumeiri til að stíga upp og þá koma þeir yngri með. Kannski reikna einhverjir með óvæntum úrslitum í kvöld og þeir mega halda það þangað til í kvöld." „Ég hef spilað í ófáum úrslitakeppnum og yfirleitt hefur maður farið erfiðu leiðina áfram. Þetta er því ekkert nýtt fyrir mér." Hann vonast til þess að fá fulla höll á Akureyri í kvöld. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að það er stutt á milli leikja og því hefur leikurinn verið frekar lítið auglýstur. Við spilum best þegar höllin er full og ég vona að það verði tilfellið í kvöld," sagði Heimir. Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Akureyrar í vetur og segir Heimir að liðin hafi lagt mikið á sig til að stöðva þau. „Liðin verðast leggja upp með að spila langar sóknir og yfirleitt hafa þau verið skynsamari í sínum sóknarleik þegar þau mæta okkur. Við þurfum bara að vera duglegir að brjóta og fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með okkur í lið í kvöld." Olís-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Heimir Örn Árnason, leikstjórnandinn sterki í liði Akureyrar, segir að nú gildi ekkert annað en að fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með sér í lið í kvöld. Akureyri mætir HK í oddaleik um sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla klukkan 19.30 í kvöld. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli en deildarmeistararnir voru svo flengdir í næsta leik liðanna um helgina. „Þetta var einfaldlega hörmulegt. Við mættum ekki nógu einbeittir í verkefnið og vorum ótrúlega fljótir að gefa eftir," sagði Heimir Örn um þann leik í samtali við Vísi í dag. „Við lærum af þessu, það er ekki spurning. Helsta niðurlægingin var sú að þeir börðu vel á okkur og við hörfuðum undan því sem er ólíkt okkur. Það verður ekki af þeim tekið að HK spilaði vel en við mætum dýrvitlausir í kvöld," bætti hann við. Akureyri komst í úrslit bikarsins í vetur en tapaði óvænt fyrir Val í úrslitaleiknum. Heimir segir að liði hafi spilað vel í mikilvægum leikjum í vetur, fyrir utan bikarúrslitin. „Það sem er mikilvægast er að fá þá reynslumeiri til að stíga upp og þá koma þeir yngri með. Kannski reikna einhverjir með óvæntum úrslitum í kvöld og þeir mega halda það þangað til í kvöld." „Ég hef spilað í ófáum úrslitakeppnum og yfirleitt hefur maður farið erfiðu leiðina áfram. Þetta er því ekkert nýtt fyrir mér." Hann vonast til þess að fá fulla höll á Akureyri í kvöld. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að það er stutt á milli leikja og því hefur leikurinn verið frekar lítið auglýstur. Við spilum best þegar höllin er full og ég vona að það verði tilfellið í kvöld," sagði Heimir. Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Akureyrar í vetur og segir Heimir að liðin hafi lagt mikið á sig til að stöðva þau. „Liðin verðast leggja upp með að spila langar sóknir og yfirleitt hafa þau verið skynsamari í sínum sóknarleik þegar þau mæta okkur. Við þurfum bara að vera duglegir að brjóta og fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með okkur í lið í kvöld."
Olís-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira