Efnistökum fjölmiðla sett skilyrði með lögum Stígur Helgason skrifar 19. apríl 2011 15:25 Alþingi hefur samþykkt lög um fjölmiðla. Helsta nýmælið er stofnun fjölmiðlanefndar, sem á að hafa víðtækt eftirlit með starfsemi íslenskra fjölmiðla og fær til þess miklar valdheimildir. Efnistökum fjölmiðla eru jafnframt sett skilyrði. Fá lög hafa verið eins umdeild og fjölmiðlalögin sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2004. Svo skiptar voru skoðanirnar um lögin að forsetinn synjaði lögum staðfestingar í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þjóðin fékk reyndar aldrei tækifæri til að segja hug sinn eins og kveður á um í 26. grein stjórnarskrárinnar, því lögin voru felld úr gildi á þingi áður en til þess kom. En nú á að gera aðra tilraun.Nýtt nafn - sama hlutverk Helsta nýmælið í fjölmiðlalögunum, sem samþykkt voru með 30 atkvæðum á þingi fyrir helgi, er stofnun fjölmiðlanefndar, sem verður eftirlitsaðili með íslenskum fjölmiðlum og hefur vald til að hlutast til um starfsemi þeirra og leggja á þá sektir ef þeir fara ekki að lögum. Fyrst stóð til að stofnunin héti Fjölmiðlastofa en það breyttist í volki frumvarpsins gegnum þingið. Ekki er að sjá að hlutverkið hafi þó breyst ýkja mikið með forminu. Hæstiréttur skal tilnefna tvo nefndarmenn, samstarfsnefnd háskólastigsins einn, Blaðamannafélag Íslands einn og menntamálaráðherra einn. Nefndin getur svo ráðið sér framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn og hefur það hlutverk, að því er segir í lögunum, "að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga." Nefndinni ber meðal annars að fylgjast með að fjölmiðlar fari að lögum og refsa þeim ef svo er ekki, fylgjast með innihaldi þeirra og safna upplýsingum um þróun fjölmiðlaumhverfisins hérlendis. Til þessa hefur nefndin umtalsverðar valdheimildir, meðal annars til að krefjast bókhaldsupplýsinga og annarra gagna frá fjölmiðlum og gera hjá þeim húsleitir ef rökstuddur grunur vaknar um að þeir fari ekki að lögum.Mikil upplýsingaskylda Fjölmiðlun verður leyfisskyld starfsemi með nýju lögunum og verða ítarlegar upplýsingar um alla leyfishafa birtar á vef fjölmiðlanefndarinnar. Þar verður hægt að lesa sér til um dagskrár- og ritstjórnarstefnu miðlanna, eignarhald, ábyrgðarmenn, reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og jafnréttisstefnu. Viðurlög eru við því að skila ekki inn umbeðnum upplýsingum. Þá skal hver fjölmiðill skila fjölmiðlanefndinni árlegri skýrslu þar sem greint er frá skiptingu efnis eftir uppruna þess, einkum hversu hátt hlutfall er evrópskt, hve hátt íslenskt og hve hátt frá sjálfstæðum framleiðendum. Þá ber að skýra frá því til hvaða aðgerða hefur verið gripið á miðlinum til að auka framboð á evrópsku myndefni, auka aðgengi sjón- og heyrnarskertra að miðlinum og vinna gegn staðalímyndum kynjanna. Jafnframt ber að tilgreina hvernig viðmælendahópur miðilsins skiptist milli kynja og láta fylgja kynjagreindan lista yfir starfsmenn.Sektir og fangelsi fyrir óhlýðni Eins og segir hér að framan geta fjölmiðlar átt von á sektum ef þeir fara ekki að lögum. Þær geta bæði verið dagsektir, upp að 200 þúsund krónum, ef miðill vanrækir skyldur sínar, eða stjórnvaldssektir upp að tíu milljónum ef brotið er gegn lögunum. Og ekki nóg með það, heldur geta ábyrgðarmenn og starfsmenn fjölmiðla átt von á sektum og allt upp undir sex mánaða fangelsi ef þeir brjóta gróflega gegn tilteknum ákvæðum laganna og fjölmiðlanefndin telur ástæðu til að kæra málið til lögreglu.Evrópskt efni framar öðru En hverjar eru þessar skyldur fjölmiðlanna, samkvæmt nýju lögunum, og hvað er það sem er bannað? Það er æði margt. Fjölmiðlamönnum er bannað með lögum að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, að viðlagðri refsingu. Þá er tekið fram að fjölmiðill skuli halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, standa vörð um tjáningarfrelsi, virða mannréttindi, jafnrétti og friðhelgi einkalífs, gæta hlutlægni og nákvæmni í fréttaumfjöllun sinni gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna. Fjölmiðlar skulu eftir því sem við á kappkosta að efla íslenska tungu og marka sér málstefnu í því skyni. Þá ber þeim að gera þjónustu sína aðgengilega sjón- og heyrnarskertum eins og kostur er. Í lögunum eru settar frekari kvaðir á efnistök fjölmiðla. Þeir eiga til dæmis að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að meirihluta útsendingartíma sé varið í innlent efni eða evrópskt. Tíu prósent útsendingartímans skulu enn fremur fara í evrópskt efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þá má nefna að fólki sem telur að sér vegið í fjölmiðlum er í lögunum tryggður réttur til að koma athugasemd á framfæri. Fjölmiðillinn getur synjað birtingu andsvarsins ef það er talið á einhvern hátt óhóflegt eða tilefnislaust og hefur fólk þá tök á að kvarta til fjölmiðlanefndar sem tekur afstöðu til málsins.Blessuð börnin Börn njóta ríkrar verndar í lögunum. Þannig er fjölmiðlum bannað að miðla efni „sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi." Þetta er ekki skilgreint nánar, en frá lagaákvæðinu má gera undantekningar. Þannig má miðla slíku efni frá níu á kvöldin á virkum dögum og tíu um helgar, til fimm að morgni. Eins má sýna efnið í fréttum ef nauðsyn krefur, en þá þarf að vara rækilega við því. Hömlur eru jafnframt settar á auglýsingar í fjölmiðlum, ekki síst þeim sem beint er að börnum. Það má ekki reyna að hvetja börn til að neyta óhollra matvæla eða hvetja þau til að telja foreldra sína á að kaupa vörur. Vöruinnsetningar eru óheimilar í efni ætluðu börnum, og einnig er bannað með öllu að rjúfa dagskrárliði ætlaða börnum undir tólf ára aldri til að skjóta inn í þá auglýsingum.Hvað gerir forsetinn? Þessi úttekt er ekki tæmandi, enda þessi fyrsti heildarlagabálkur um íslenska fjölmiðla (að lögunum frá 2004 undanskildum) mikill að vöxtum. Lögin hafa hlotið talsverða gagnrýni, líkt og þau sem aldrei urðu. Formaður Blaðamannafélags hefur sagt að þótt í þeim megi finna hitt og þetta sem telja megi til bóta séu þau að mörgu leyti íþyngjandi. Sett hefur verið af stað undirskriftasöfnun þar sem Ólafur Ragnar Grímsson er hvattur til að synja lögunum staðfestingar. Fyrir henni standa mörg af stærri fjölmiðlafyrirtækjum landsins. Þau gera meðal annars þá athugasemd að lítið sé tekið á hlutverki Ríkisútvarpsins í lögunum. Um 2.400 manns hafa skrifað undir. Skroll-Fréttir Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt lög um fjölmiðla. Helsta nýmælið er stofnun fjölmiðlanefndar, sem á að hafa víðtækt eftirlit með starfsemi íslenskra fjölmiðla og fær til þess miklar valdheimildir. Efnistökum fjölmiðla eru jafnframt sett skilyrði. Fá lög hafa verið eins umdeild og fjölmiðlalögin sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2004. Svo skiptar voru skoðanirnar um lögin að forsetinn synjaði lögum staðfestingar í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þjóðin fékk reyndar aldrei tækifæri til að segja hug sinn eins og kveður á um í 26. grein stjórnarskrárinnar, því lögin voru felld úr gildi á þingi áður en til þess kom. En nú á að gera aðra tilraun.Nýtt nafn - sama hlutverk Helsta nýmælið í fjölmiðlalögunum, sem samþykkt voru með 30 atkvæðum á þingi fyrir helgi, er stofnun fjölmiðlanefndar, sem verður eftirlitsaðili með íslenskum fjölmiðlum og hefur vald til að hlutast til um starfsemi þeirra og leggja á þá sektir ef þeir fara ekki að lögum. Fyrst stóð til að stofnunin héti Fjölmiðlastofa en það breyttist í volki frumvarpsins gegnum þingið. Ekki er að sjá að hlutverkið hafi þó breyst ýkja mikið með forminu. Hæstiréttur skal tilnefna tvo nefndarmenn, samstarfsnefnd háskólastigsins einn, Blaðamannafélag Íslands einn og menntamálaráðherra einn. Nefndin getur svo ráðið sér framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn og hefur það hlutverk, að því er segir í lögunum, "að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga." Nefndinni ber meðal annars að fylgjast með að fjölmiðlar fari að lögum og refsa þeim ef svo er ekki, fylgjast með innihaldi þeirra og safna upplýsingum um þróun fjölmiðlaumhverfisins hérlendis. Til þessa hefur nefndin umtalsverðar valdheimildir, meðal annars til að krefjast bókhaldsupplýsinga og annarra gagna frá fjölmiðlum og gera hjá þeim húsleitir ef rökstuddur grunur vaknar um að þeir fari ekki að lögum.Mikil upplýsingaskylda Fjölmiðlun verður leyfisskyld starfsemi með nýju lögunum og verða ítarlegar upplýsingar um alla leyfishafa birtar á vef fjölmiðlanefndarinnar. Þar verður hægt að lesa sér til um dagskrár- og ritstjórnarstefnu miðlanna, eignarhald, ábyrgðarmenn, reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og jafnréttisstefnu. Viðurlög eru við því að skila ekki inn umbeðnum upplýsingum. Þá skal hver fjölmiðill skila fjölmiðlanefndinni árlegri skýrslu þar sem greint er frá skiptingu efnis eftir uppruna þess, einkum hversu hátt hlutfall er evrópskt, hve hátt íslenskt og hve hátt frá sjálfstæðum framleiðendum. Þá ber að skýra frá því til hvaða aðgerða hefur verið gripið á miðlinum til að auka framboð á evrópsku myndefni, auka aðgengi sjón- og heyrnarskertra að miðlinum og vinna gegn staðalímyndum kynjanna. Jafnframt ber að tilgreina hvernig viðmælendahópur miðilsins skiptist milli kynja og láta fylgja kynjagreindan lista yfir starfsmenn.Sektir og fangelsi fyrir óhlýðni Eins og segir hér að framan geta fjölmiðlar átt von á sektum ef þeir fara ekki að lögum. Þær geta bæði verið dagsektir, upp að 200 þúsund krónum, ef miðill vanrækir skyldur sínar, eða stjórnvaldssektir upp að tíu milljónum ef brotið er gegn lögunum. Og ekki nóg með það, heldur geta ábyrgðarmenn og starfsmenn fjölmiðla átt von á sektum og allt upp undir sex mánaða fangelsi ef þeir brjóta gróflega gegn tilteknum ákvæðum laganna og fjölmiðlanefndin telur ástæðu til að kæra málið til lögreglu.Evrópskt efni framar öðru En hverjar eru þessar skyldur fjölmiðlanna, samkvæmt nýju lögunum, og hvað er það sem er bannað? Það er æði margt. Fjölmiðlamönnum er bannað með lögum að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, að viðlagðri refsingu. Þá er tekið fram að fjölmiðill skuli halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, standa vörð um tjáningarfrelsi, virða mannréttindi, jafnrétti og friðhelgi einkalífs, gæta hlutlægni og nákvæmni í fréttaumfjöllun sinni gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna. Fjölmiðlar skulu eftir því sem við á kappkosta að efla íslenska tungu og marka sér málstefnu í því skyni. Þá ber þeim að gera þjónustu sína aðgengilega sjón- og heyrnarskertum eins og kostur er. Í lögunum eru settar frekari kvaðir á efnistök fjölmiðla. Þeir eiga til dæmis að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að meirihluta útsendingartíma sé varið í innlent efni eða evrópskt. Tíu prósent útsendingartímans skulu enn fremur fara í evrópskt efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þá má nefna að fólki sem telur að sér vegið í fjölmiðlum er í lögunum tryggður réttur til að koma athugasemd á framfæri. Fjölmiðillinn getur synjað birtingu andsvarsins ef það er talið á einhvern hátt óhóflegt eða tilefnislaust og hefur fólk þá tök á að kvarta til fjölmiðlanefndar sem tekur afstöðu til málsins.Blessuð börnin Börn njóta ríkrar verndar í lögunum. Þannig er fjölmiðlum bannað að miðla efni „sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi." Þetta er ekki skilgreint nánar, en frá lagaákvæðinu má gera undantekningar. Þannig má miðla slíku efni frá níu á kvöldin á virkum dögum og tíu um helgar, til fimm að morgni. Eins má sýna efnið í fréttum ef nauðsyn krefur, en þá þarf að vara rækilega við því. Hömlur eru jafnframt settar á auglýsingar í fjölmiðlum, ekki síst þeim sem beint er að börnum. Það má ekki reyna að hvetja börn til að neyta óhollra matvæla eða hvetja þau til að telja foreldra sína á að kaupa vörur. Vöruinnsetningar eru óheimilar í efni ætluðu börnum, og einnig er bannað með öllu að rjúfa dagskrárliði ætlaða börnum undir tólf ára aldri til að skjóta inn í þá auglýsingum.Hvað gerir forsetinn? Þessi úttekt er ekki tæmandi, enda þessi fyrsti heildarlagabálkur um íslenska fjölmiðla (að lögunum frá 2004 undanskildum) mikill að vöxtum. Lögin hafa hlotið talsverða gagnrýni, líkt og þau sem aldrei urðu. Formaður Blaðamannafélags hefur sagt að þótt í þeim megi finna hitt og þetta sem telja megi til bóta séu þau að mörgu leyti íþyngjandi. Sett hefur verið af stað undirskriftasöfnun þar sem Ólafur Ragnar Grímsson er hvattur til að synja lögunum staðfestingar. Fyrir henni standa mörg af stærri fjölmiðlafyrirtækjum landsins. Þau gera meðal annars þá athugasemd að lítið sé tekið á hlutverki Ríkisútvarpsins í lögunum. Um 2.400 manns hafa skrifað undir.
Skroll-Fréttir Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira