Umfjöllun: KR Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson í Ásgarði skrifar 19. apríl 2011 21:04 KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1. Bandaríski bakvörðurinn í KR-liðinu, Marcus Walker, var hreinlega óstöðvandi eins og oft áður í þessarri úrslitakeppni og sá til þess að Garðbæingar áttu aldrei möguleika í kvöld. Miðjan söng "MVP" til hans nær allan leikinn og það hefur sjaldan átt eins vel við og í kvöld enda var þetta nánast einkasýning Marcusar á meðan að lykilmenn eins og Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru rólegir. KR-ingar voru strax komnir með þrettán stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 32-19, og stungu síðan endanlega af í þriðja hlutanum með hinn eldfljóta og stórskemmtilega Marcus Walker í fararbroddi. KR vann leikhlutann 29-22 þar sem Walker skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum en hann skoraði þá hverja körfuna á fætur annarri úr hraðaupphlaupum. KR var 83-62 fyrir lokaleikhlutann og þá var löngu orðið ljóst að KR-ingar voru að fara að lyfta Íslandsbikarnum í leikslok. Liðin skiptust á körfum í byrjun leiksins en í stöðunni 6-6 skoruðu KR-ingar átta stig í röð, komust í 12-6 og tóku frumkvæðið í leiknum. KR-ingurinn Finnur Atli Magnússon byrjaði leikinn sjóðheitur og skoraði 11 stig á fyrstu rúmum sex mínútum leiksins á meðan KR-liðið komst í 20-12. Fjórar af fimm körfum hans komu eftir stoðsendingar frá Pavel Ermolinskij sem átti sex stoðsendingar á fyrstu átta mínútum leiksins. KR-ingar enduðu síðan leikhlutann á þriggja stiga körfu frá Brynjari Þór Björssyni sem kom KR í 32-19 rétt áður en leikhlutinn rann út. Stjörnumaðurinn Justin Shouse, sem var stigalaus í fyrsta leikhluta, byrjaði annan leikhlutann á því að setja niður tvo þrista í röð og eftir tæplega þriggja og hálfrar mínútna leik í leikhlutanum var Stjarnan búin að minnka muninn í fimm stig, 30-35. Tvær hraðaupphlaupskörfur í röð hjá KR komu muninum upp í níu stig, þá fyrri gerði Finnur eftir stoðsendingu frá Marcus Walker og eftir að Finnur setti síðan niður þrist og kom KR í 42-33 var hann búinn að skora sextán stig á fyrstu sextán mínútum leiksins. Stjörnumenn voru síðan búnir að koma muninum niður í fjögur stig, 38-42, þegar tvær og hálf mínúta var til hálfleiks en þá misstu þeir KR-inga á flug og á rúmum tveimur mínútum fór muninn upp í sextán stig eftir tólf KR-stig í röð. Hreggviður Magnússon og Marcus Walker voru báðir með fimm stig á þessum kafla og var Walker þá kominn með fimmtán stig í leiknum. Justin Shouse náði að laga muninn með tveimur vítum fyrir hálfleik en Stjarnan var engu að síður fjórtán stigum undir, 40-54, þegar gengið var til leikhlés. Justin, Jovan Zdravevski og Fannar Freyr Helgason voru allir komnir með átta stig í hálfleik og voru stigahæstir Garðbæinga en Finnur Atli (16 stig) og Marcus (15 stig) voru í sérflokki hjá KR-liðinu. KR byrjaði seinni hálfleikinn á tveimur körfum og var þá komið 18 stigum yfir, 58-40. Jovan hélt Stjörnunni á lífi með því að skora tíu stig á fyrstu þremur mínútunum í leikhlutanum en þá dugði samt skammt því Marcus Walker var ekki búinn að kólna niður síðan í öðrum leikhlutanum. Marcus setti meðal annars niður tvo hraðaupphlaupsþrista í röð og átti síðan stoðsendingu á Pavel í þeim þriðja. KR var þá komið með 20 stiga forskot eftir aðeins tæplega fimm mínútna leik í seinni hálfleiknum og Walker var þegar búinn að skora 23 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Marcus skoraði á endanum 18 stig í þriðja leikhlutanum sem KR vann 29-22 og var KR-liðið því með 21 stigs forskot, 83-62, fyrir lokaleikhlutann. Stjörnuliðið hélt áfram að berjast og náði að minnka aðeins muninn en það var löngu orðið ljóst að KR-ingar voru að fara að lyfta Íslandsbikarnum í leikslok. Lokamínútnar snérust reyndar upp í hálfgerða vitleysu á meðan Stjörnumenn brutu og brutu og sendu KR-inga ítrekað á vítalínunna. Það gekk því illa að klára leikinn þótt að úrslitin væru löngu ráðin. Stjarnan-KR 95-109Stjarnan: Jovan Zdravevski 20, Renato Lindmets 20/13 fráköst, Marvin Valdimarsson 14/4 fráköst, Justin Shouse 12/6 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 10/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/4 fráköst, Guðjón Lárusson 5, Daníel G. Guðmundsson 3, Dagur Kár Jónsson 2, Ólafur Aron Ingvason 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. KR: Marcus Walker 40/6 fráköst/6 stoðsendingar/8 stolnir, Finnur Atli Magnússon 20, Brynjar Þór Björnsson 12, Pavel Ermolinskij 11/13 fráköst/9 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 9/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 4/6 fráköst, Ólafur Már Ægisson 4, Fannar Ólafsson 2, Páll Fannar Helgason 0, Matthías Orri Sigurðarson 0, Ágúst Angantýsson 0. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík. 19. apríl 2011 22:38 KR Íslandsmeistari 2011 - myndir Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1. 20. apríl 2011 08:00 Finnur: Það var komin tími á mig „Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1. 19. apríl 2011 23:12 Teitur: KR-ingarnir bara betri Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum. 19. apríl 2011 22:46 Marcus: Frábært að spila fyrir framan þetta fólk „Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður,“ sagði Marcus Walker, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. KR varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Stjörnuna 3-1 í einvíginu. 19. apríl 2011 22:58 Pavel: Ég á heiminn „Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra. 19. apríl 2011 22:49 Brynjar um Walker: Stórkostlegur "Hann er stórkostlegur og það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig honum óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.“ 19. apríl 2011 21:52 Brynjar Þór: Auðveldasti titillinn Brynjar Þór Björnsson varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja sinn með KR og segir hann þennan titil hafa verið þann auðveldasta á ferlinum. 19. apríl 2011 22:47 Hrafn: Ég svíf um á skýi „Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla. 19. apríl 2011 22:34 Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Sjá meira
KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1. Bandaríski bakvörðurinn í KR-liðinu, Marcus Walker, var hreinlega óstöðvandi eins og oft áður í þessarri úrslitakeppni og sá til þess að Garðbæingar áttu aldrei möguleika í kvöld. Miðjan söng "MVP" til hans nær allan leikinn og það hefur sjaldan átt eins vel við og í kvöld enda var þetta nánast einkasýning Marcusar á meðan að lykilmenn eins og Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru rólegir. KR-ingar voru strax komnir með þrettán stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 32-19, og stungu síðan endanlega af í þriðja hlutanum með hinn eldfljóta og stórskemmtilega Marcus Walker í fararbroddi. KR vann leikhlutann 29-22 þar sem Walker skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum en hann skoraði þá hverja körfuna á fætur annarri úr hraðaupphlaupum. KR var 83-62 fyrir lokaleikhlutann og þá var löngu orðið ljóst að KR-ingar voru að fara að lyfta Íslandsbikarnum í leikslok. Liðin skiptust á körfum í byrjun leiksins en í stöðunni 6-6 skoruðu KR-ingar átta stig í röð, komust í 12-6 og tóku frumkvæðið í leiknum. KR-ingurinn Finnur Atli Magnússon byrjaði leikinn sjóðheitur og skoraði 11 stig á fyrstu rúmum sex mínútum leiksins á meðan KR-liðið komst í 20-12. Fjórar af fimm körfum hans komu eftir stoðsendingar frá Pavel Ermolinskij sem átti sex stoðsendingar á fyrstu átta mínútum leiksins. KR-ingar enduðu síðan leikhlutann á þriggja stiga körfu frá Brynjari Þór Björssyni sem kom KR í 32-19 rétt áður en leikhlutinn rann út. Stjörnumaðurinn Justin Shouse, sem var stigalaus í fyrsta leikhluta, byrjaði annan leikhlutann á því að setja niður tvo þrista í röð og eftir tæplega þriggja og hálfrar mínútna leik í leikhlutanum var Stjarnan búin að minnka muninn í fimm stig, 30-35. Tvær hraðaupphlaupskörfur í röð hjá KR komu muninum upp í níu stig, þá fyrri gerði Finnur eftir stoðsendingu frá Marcus Walker og eftir að Finnur setti síðan niður þrist og kom KR í 42-33 var hann búinn að skora sextán stig á fyrstu sextán mínútum leiksins. Stjörnumenn voru síðan búnir að koma muninum niður í fjögur stig, 38-42, þegar tvær og hálf mínúta var til hálfleiks en þá misstu þeir KR-inga á flug og á rúmum tveimur mínútum fór muninn upp í sextán stig eftir tólf KR-stig í röð. Hreggviður Magnússon og Marcus Walker voru báðir með fimm stig á þessum kafla og var Walker þá kominn með fimmtán stig í leiknum. Justin Shouse náði að laga muninn með tveimur vítum fyrir hálfleik en Stjarnan var engu að síður fjórtán stigum undir, 40-54, þegar gengið var til leikhlés. Justin, Jovan Zdravevski og Fannar Freyr Helgason voru allir komnir með átta stig í hálfleik og voru stigahæstir Garðbæinga en Finnur Atli (16 stig) og Marcus (15 stig) voru í sérflokki hjá KR-liðinu. KR byrjaði seinni hálfleikinn á tveimur körfum og var þá komið 18 stigum yfir, 58-40. Jovan hélt Stjörnunni á lífi með því að skora tíu stig á fyrstu þremur mínútunum í leikhlutanum en þá dugði samt skammt því Marcus Walker var ekki búinn að kólna niður síðan í öðrum leikhlutanum. Marcus setti meðal annars niður tvo hraðaupphlaupsþrista í röð og átti síðan stoðsendingu á Pavel í þeim þriðja. KR var þá komið með 20 stiga forskot eftir aðeins tæplega fimm mínútna leik í seinni hálfleiknum og Walker var þegar búinn að skora 23 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Marcus skoraði á endanum 18 stig í þriðja leikhlutanum sem KR vann 29-22 og var KR-liðið því með 21 stigs forskot, 83-62, fyrir lokaleikhlutann. Stjörnuliðið hélt áfram að berjast og náði að minnka aðeins muninn en það var löngu orðið ljóst að KR-ingar voru að fara að lyfta Íslandsbikarnum í leikslok. Lokamínútnar snérust reyndar upp í hálfgerða vitleysu á meðan Stjörnumenn brutu og brutu og sendu KR-inga ítrekað á vítalínunna. Það gekk því illa að klára leikinn þótt að úrslitin væru löngu ráðin. Stjarnan-KR 95-109Stjarnan: Jovan Zdravevski 20, Renato Lindmets 20/13 fráköst, Marvin Valdimarsson 14/4 fráköst, Justin Shouse 12/6 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 10/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/4 fráköst, Guðjón Lárusson 5, Daníel G. Guðmundsson 3, Dagur Kár Jónsson 2, Ólafur Aron Ingvason 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. KR: Marcus Walker 40/6 fráköst/6 stoðsendingar/8 stolnir, Finnur Atli Magnússon 20, Brynjar Þór Björnsson 12, Pavel Ermolinskij 11/13 fráköst/9 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 9/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 4/6 fráköst, Ólafur Már Ægisson 4, Fannar Ólafsson 2, Páll Fannar Helgason 0, Matthías Orri Sigurðarson 0, Ágúst Angantýsson 0.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík. 19. apríl 2011 22:38 KR Íslandsmeistari 2011 - myndir Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1. 20. apríl 2011 08:00 Finnur: Það var komin tími á mig „Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1. 19. apríl 2011 23:12 Teitur: KR-ingarnir bara betri Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum. 19. apríl 2011 22:46 Marcus: Frábært að spila fyrir framan þetta fólk „Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður,“ sagði Marcus Walker, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. KR varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Stjörnuna 3-1 í einvíginu. 19. apríl 2011 22:58 Pavel: Ég á heiminn „Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra. 19. apríl 2011 22:49 Brynjar um Walker: Stórkostlegur "Hann er stórkostlegur og það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig honum óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.“ 19. apríl 2011 21:52 Brynjar Þór: Auðveldasti titillinn Brynjar Þór Björnsson varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja sinn með KR og segir hann þennan titil hafa verið þann auðveldasta á ferlinum. 19. apríl 2011 22:47 Hrafn: Ég svíf um á skýi „Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla. 19. apríl 2011 22:34 Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Sjá meira
Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík. 19. apríl 2011 22:38
KR Íslandsmeistari 2011 - myndir Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1. 20. apríl 2011 08:00
Finnur: Það var komin tími á mig „Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1. 19. apríl 2011 23:12
Teitur: KR-ingarnir bara betri Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum. 19. apríl 2011 22:46
Marcus: Frábært að spila fyrir framan þetta fólk „Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður,“ sagði Marcus Walker, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. KR varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Stjörnuna 3-1 í einvíginu. 19. apríl 2011 22:58
Pavel: Ég á heiminn „Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra. 19. apríl 2011 22:49
Brynjar um Walker: Stórkostlegur "Hann er stórkostlegur og það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig honum óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.“ 19. apríl 2011 21:52
Brynjar Þór: Auðveldasti titillinn Brynjar Þór Björnsson varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja sinn með KR og segir hann þennan titil hafa verið þann auðveldasta á ferlinum. 19. apríl 2011 22:47
Hrafn: Ég svíf um á skýi „Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla. 19. apríl 2011 22:34