Bandaríkjamenn hamstra silfurmyntir 1. apríl 2011 09:19 Miklar verðhækkanir á silfri undanfarið ár hafa leitt til þess að almenningur í Bandaríkjunum hamstrar nú silfurmyntir af gerðinni American Silver Eagle. Salan á þessum myntum hefur fjórfaldast á undanförnum þremur árum. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að heimsmarkaðsverð á gulli og silfri sé nú í sögulegu hámarki. Fjárfestar leita í þessa málma, og þó einkum gull, þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum heimsins og þegar talin er hætta á að verðbólga hækki mikið. Í nýrri skýrslu frá Deutsche Bank um silfurmarkaðinn segir að almenningur, eða smásparendur, sjái silfur sem ódýran valkost við gull til að halda uppi verðmæti eigna sinna þegar áhyggjur af verðbólgu og gengi dollarans eru til staðar. Verð á silfri hefur hækkað um 114% á síðustu 12 mánuðum og stendur nú í 37,5 dollurum á únsuna. Hefur verðið á silfrinu ekki verið hærra í þrjá áratugi eða síðan Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að ná einokunarstöðu á markaðinum. Tengdar fréttir Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. 18. febrúar 2011 14:52 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Miklar verðhækkanir á silfri undanfarið ár hafa leitt til þess að almenningur í Bandaríkjunum hamstrar nú silfurmyntir af gerðinni American Silver Eagle. Salan á þessum myntum hefur fjórfaldast á undanförnum þremur árum. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að heimsmarkaðsverð á gulli og silfri sé nú í sögulegu hámarki. Fjárfestar leita í þessa málma, og þó einkum gull, þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum heimsins og þegar talin er hætta á að verðbólga hækki mikið. Í nýrri skýrslu frá Deutsche Bank um silfurmarkaðinn segir að almenningur, eða smásparendur, sjái silfur sem ódýran valkost við gull til að halda uppi verðmæti eigna sinna þegar áhyggjur af verðbólgu og gengi dollarans eru til staðar. Verð á silfri hefur hækkað um 114% á síðustu 12 mánuðum og stendur nú í 37,5 dollurum á únsuna. Hefur verðið á silfrinu ekki verið hærra í þrjá áratugi eða síðan Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að ná einokunarstöðu á markaðinum.
Tengdar fréttir Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. 18. febrúar 2011 14:52 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. 18. febrúar 2011 14:52