Keflavík vann í Ljónagryfjunni og er aðeins einum sigri frá titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 20:55 Keflavíkurstúlkur eru aðeins einum sigri frá fjórtánda Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja stiga sigur á Njarðvík, 67-64, í Ljónagryfjunni í kvöld i öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Bryndís Guðmundsson átti stórleik hjá Keflavíkurliðinu en hún var með 24 stig þar af 20 þeirra í fyrri hálfleik. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 12 stig og Marina Caran var með 11 stig. Shayla Fields skoraði 25 stig fyrir Njarðvík, Julia Demirer var með 15 stig og 10 fráköst og Dita Liepkalne skoraði 14 stig. Íslensku stelpurnar skoruðu hinsvegar bara 10 stig og munaði mikið um það. Njarðvíkurliðið tók strax forystuna í leiknum, komst í 6-2, 10-4 og 15-8 og náðí mest tólf stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 22-10. Keflavíkurliðið náði hinsvegar að minnka muninn í 22-16 með því að skora sex síðustu stig leikhlutans. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 11 af 16 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhlutanum en Shayla Field var á sama tíma komin með níu stig. Ingibjörg Jakobsdóttir setti niður tvo þrista á fyrstu þremur mínútum annars leikhluta og kom Keflavík yfir í 26-24 með þeim síðari. Keflavík var þá búið að skora 12 af fyrstu 16 stigum leikhlutans og vinna fimm mínútna kafla 18-4. Keflavíkurliðið hélt áfram, vann að lokum annan leikhlutann 33-14 og var því komið með þrettán stiga forskot í hálfleik, 49-36. Ingibjörg skoraði 9 stig í leikhlutanum og Bryndís var kominn með 20 stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið vann þriðja leikhlutann 19-14 og náði að minnka muninn í 55-63 fyrir lokaleikhlutann. Shayla Fields skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta og minnkaði muninn í sex stig en Njarðvíkurstelpur komust ekki nær fyrr en að Ólöf Helga Pálsdóttir minnkaði muninn í fimm stig þegar 80 sekúndur voru eftir. Shayla Fields náði síðan að koma muninum niður í þrjú stig, 64-67, þegar 45 sekúdnur voru eftir. Njarðvíkurliðið komst hinsvegar ekki nær og Keflavíkurliðið fagnaði sigri og því að vera skrefi nær fjórtánda meistaratitlinum. Njarðvík-Keflavík 64-67 (36-49)Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 25/4 fráköst/5 stoðsendingar, Julia Demirer 15/10 fráköst, Dita Liepkalne 14/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/6 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 1.Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 24/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 12, Marina Caran 11/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8/6 fráköst, Lisa Karcic 6/10 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 4/8 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Keflavíkurstúlkur eru aðeins einum sigri frá fjórtánda Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja stiga sigur á Njarðvík, 67-64, í Ljónagryfjunni í kvöld i öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Bryndís Guðmundsson átti stórleik hjá Keflavíkurliðinu en hún var með 24 stig þar af 20 þeirra í fyrri hálfleik. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 12 stig og Marina Caran var með 11 stig. Shayla Fields skoraði 25 stig fyrir Njarðvík, Julia Demirer var með 15 stig og 10 fráköst og Dita Liepkalne skoraði 14 stig. Íslensku stelpurnar skoruðu hinsvegar bara 10 stig og munaði mikið um það. Njarðvíkurliðið tók strax forystuna í leiknum, komst í 6-2, 10-4 og 15-8 og náðí mest tólf stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 22-10. Keflavíkurliðið náði hinsvegar að minnka muninn í 22-16 með því að skora sex síðustu stig leikhlutans. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 11 af 16 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhlutanum en Shayla Field var á sama tíma komin með níu stig. Ingibjörg Jakobsdóttir setti niður tvo þrista á fyrstu þremur mínútum annars leikhluta og kom Keflavík yfir í 26-24 með þeim síðari. Keflavík var þá búið að skora 12 af fyrstu 16 stigum leikhlutans og vinna fimm mínútna kafla 18-4. Keflavíkurliðið hélt áfram, vann að lokum annan leikhlutann 33-14 og var því komið með þrettán stiga forskot í hálfleik, 49-36. Ingibjörg skoraði 9 stig í leikhlutanum og Bryndís var kominn með 20 stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið vann þriðja leikhlutann 19-14 og náði að minnka muninn í 55-63 fyrir lokaleikhlutann. Shayla Fields skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta og minnkaði muninn í sex stig en Njarðvíkurstelpur komust ekki nær fyrr en að Ólöf Helga Pálsdóttir minnkaði muninn í fimm stig þegar 80 sekúndur voru eftir. Shayla Fields náði síðan að koma muninum niður í þrjú stig, 64-67, þegar 45 sekúdnur voru eftir. Njarðvíkurliðið komst hinsvegar ekki nær og Keflavíkurliðið fagnaði sigri og því að vera skrefi nær fjórtánda meistaratitlinum. Njarðvík-Keflavík 64-67 (36-49)Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 25/4 fráköst/5 stoðsendingar, Julia Demirer 15/10 fráköst, Dita Liepkalne 14/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/6 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 1.Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 24/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 12, Marina Caran 11/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8/6 fráköst, Lisa Karcic 6/10 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 4/8 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira