Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2011 17:57 Mynd/AP Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira