Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii 6. apríl 2011 22:15 Birgir Guðmundsson Mynd/E.Ól „Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því," segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnuninni og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum 2009. Samfylkingin nýtur nú 17% stuðnings og Vinstri grænir 12,8%. Í kosningunum fyrir tveimur árum fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða og VG 21,7%. Þá ætla tæplega 57% landsmanna að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin á laugardaginn. Birgir telur ljóst að skilaboð ríkisstjórnarinnar um að kosningarnar snúist ekki um framtíð stjórnarinnar hafi ekki náð til almennings. „Það gæti verið undirliggjandi og að óvinsældir stjórnarinnar séu því að skila sér í neii í Icesave." Birgir segir þó eitt trufla þessa kenningu. „Af því að þeir sem kjósa gegn Icesave eru þá auðvitað líka að kjósa gegn forystu Sjálfstæðisflokksins. Samt sem áður virðast kjósendur flykkjast að flokkum." Icesave Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina hríðfellur Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnun MMR og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum í apríl 2009. Líkt og fram kom fram fyrr í kvöld er Sjálfstæðisflokkurinn sá stjórnmálaflokkur sem nýtur nú langmest stuðnings. 6. apríl 2011 21:19 Framsóknarflokkur og Samfylking með svipað fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40% fylgi ef gengið yrði til þingkosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun MMR. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú með 16%, Samfylkingin mælist með 17% fylgi, Vinstri græn með 12,8% og og Hreyfingin með 4,7%. 602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. 6. apríl 2011 18:33 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
„Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því," segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnuninni og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum 2009. Samfylkingin nýtur nú 17% stuðnings og Vinstri grænir 12,8%. Í kosningunum fyrir tveimur árum fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða og VG 21,7%. Þá ætla tæplega 57% landsmanna að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin á laugardaginn. Birgir telur ljóst að skilaboð ríkisstjórnarinnar um að kosningarnar snúist ekki um framtíð stjórnarinnar hafi ekki náð til almennings. „Það gæti verið undirliggjandi og að óvinsældir stjórnarinnar séu því að skila sér í neii í Icesave." Birgir segir þó eitt trufla þessa kenningu. „Af því að þeir sem kjósa gegn Icesave eru þá auðvitað líka að kjósa gegn forystu Sjálfstæðisflokksins. Samt sem áður virðast kjósendur flykkjast að flokkum."
Icesave Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina hríðfellur Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnun MMR og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum í apríl 2009. Líkt og fram kom fram fyrr í kvöld er Sjálfstæðisflokkurinn sá stjórnmálaflokkur sem nýtur nú langmest stuðnings. 6. apríl 2011 21:19 Framsóknarflokkur og Samfylking með svipað fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40% fylgi ef gengið yrði til þingkosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun MMR. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú með 16%, Samfylkingin mælist með 17% fylgi, Vinstri græn með 12,8% og og Hreyfingin með 4,7%. 602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. 6. apríl 2011 18:33 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina hríðfellur Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnun MMR og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum í apríl 2009. Líkt og fram kom fram fyrr í kvöld er Sjálfstæðisflokkurinn sá stjórnmálaflokkur sem nýtur nú langmest stuðnings. 6. apríl 2011 21:19
Framsóknarflokkur og Samfylking með svipað fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40% fylgi ef gengið yrði til þingkosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun MMR. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú með 16%, Samfylkingin mælist með 17% fylgi, Vinstri græn með 12,8% og og Hreyfingin með 4,7%. 602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. 6. apríl 2011 18:33
Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30