Innlent

Ný könnun: 52% segja nei

52% prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup ætla að greiða atkvæði gegn Icesave-lögunum á laugardaginn en 48% ætla að segja já. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

79% aðspurðra hafa tekið afstöðu með eða á móti frumvarpinu. 15% eru óákvæðin, 4% neita að svara og 2% ætla að skila auðu, að því er fram kemur á vef Rúv.

Þetta er þriðja skoðanakönnuninn sem sýnir að meirihluti landsmanna hyggst hafna Icesave-lögunum. Munurinn í könnun Gallup er þó minni en í könnunum Fréttablaðsins og MMR fyrir Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×