Umfjöllun: KR í úrslitin eftir sextán stiga sigur á Keflavík Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 7. apríl 2011 20:07 Marcus Walker. Mynd/Daníel Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur á meðan það tók smá tíma fyrir KR að finna taktinn frammi fyrir troðfullu húsi í Vesturbænum. Bæði lið róleg í þriggja stiga skotunum til að byrja með. Thomas Sanders sjóðheitur með 16 stig í fyrsta leikhluta á meðan Brynjar og Walker drógu vagninn fyrir KR. 23-30 eftir fyrsta leikhluta sem var sanngjörn staða. KR byrjaði annan leikhluta illa og virtist ekki geta keypt körfu. Er þeir lentu tíu stigum undir, 23-33, hrukku þeir heldur betur í gírinn. Skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn. Eftir það tóku KR -ingar algjörlega völdin leiddir af Marcus Walker sem snögghitnaði. Á sama tíma var Sanders týndur og tröllum gefinn. Stóru mennirnir hjá Keflavík - Sigurður og Jón Nordal - fengu báðir þrjár villur og það háði Keflavíkurliðinu óneitanlega. KR gekk á lagið og leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 55- 42. KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhluta. Þeir gáfu í og bættu við forskotið. Brynjar Þór sjóðandi og raðaði niður þristunum. Mest náði KR 21 stigs forskot, 73-52, í leikhlutanum. Keflavík klóraði aðeins í bakkann en mikið munaði um að þeir fengu lítið sem ekkert framlag frá Íslendingunum í liðinu. 79-63 eftir þrjá leikhluta og KR í kjörstöðu. KR komst aftur í 21 stigs forskot í lokaleikhlutanum, 87-66. Þá gaf Keflavík í og minnkaði muninn í 12 stig, 90-78. Þá sagði KR hingað og ekki lengra, steig aftur á bensínið og skildi Keflavík eftir. Sanders tók mótlætinu mjög illa og henti Brynjari upp í stúku og stjakaði síðan við Sigmundi dómara. Skammarleg framkoma sem setti ljóta blett á skemmtilegan leik. KR-Keflavík 105-89 (55-42)Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07 Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31 Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur á meðan það tók smá tíma fyrir KR að finna taktinn frammi fyrir troðfullu húsi í Vesturbænum. Bæði lið róleg í þriggja stiga skotunum til að byrja með. Thomas Sanders sjóðheitur með 16 stig í fyrsta leikhluta á meðan Brynjar og Walker drógu vagninn fyrir KR. 23-30 eftir fyrsta leikhluta sem var sanngjörn staða. KR byrjaði annan leikhluta illa og virtist ekki geta keypt körfu. Er þeir lentu tíu stigum undir, 23-33, hrukku þeir heldur betur í gírinn. Skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn. Eftir það tóku KR -ingar algjörlega völdin leiddir af Marcus Walker sem snögghitnaði. Á sama tíma var Sanders týndur og tröllum gefinn. Stóru mennirnir hjá Keflavík - Sigurður og Jón Nordal - fengu báðir þrjár villur og það háði Keflavíkurliðinu óneitanlega. KR gekk á lagið og leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 55- 42. KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhluta. Þeir gáfu í og bættu við forskotið. Brynjar Þór sjóðandi og raðaði niður þristunum. Mest náði KR 21 stigs forskot, 73-52, í leikhlutanum. Keflavík klóraði aðeins í bakkann en mikið munaði um að þeir fengu lítið sem ekkert framlag frá Íslendingunum í liðinu. 79-63 eftir þrjá leikhluta og KR í kjörstöðu. KR komst aftur í 21 stigs forskot í lokaleikhlutanum, 87-66. Þá gaf Keflavík í og minnkaði muninn í 12 stig, 90-78. Þá sagði KR hingað og ekki lengra, steig aftur á bensínið og skildi Keflavík eftir. Sanders tók mótlætinu mjög illa og henti Brynjari upp í stúku og stjakaði síðan við Sigmundi dómara. Skammarleg framkoma sem setti ljóta blett á skemmtilegan leik. KR-Keflavík 105-89 (55-42)Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07 Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31 Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07
Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31
Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44