Ítalíumeistarar Inter minnkuðu forskot AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu niður í þrjú stig í kvöld. Inter vann þá heimasigur á Chievo, 2-0.
Esteban Cambiasso skoraði fyrra markið á 66. mínútu og Maicon skoraði seinna markið sex mínútum fyrir leikslok.
Þetta var fyrsta mark Maicon í heilt ár.

