Alonso: Engin afhroð í Ástralíu hjá Ferrari 30. mars 2011 10:25 Fernando Alonso í Melbourne á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso lauk keppni í fjórða sæti í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á sunnudaginn, eftir að hafa misst marga ökumenn framúr sér í fyrsta hring. Alonso segir þó Ferrari ekki hafa beðið nein afhroð í mótinu, en liðsfélagi hans, Felipe Massa varð sjöundi í mótinu. Eftir að tveir Sauber ökumenn voru dæmdir úr leik. "Útkoman var ekki að óskum, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Að fá 12 stig (af 25 mögulegum) er ekki langt frá meðaltalinu sem heimsmeistarinn náði á keppnistímabilinu í fyrra, mót frá móti", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það er því ekki hægt að segja að við höfum beðið afhroð í Ástralíu. Við vorum vissulega langt frá Red Bull Vettels í tímatökunni og McLaren Hamiltons, en það gekk betur í mótinu sjálfu. Kannski ekki í samanburði við Vettel, en alla aðra." "Ræsingin var hörmung og ég féll úr fimmta sæti í það níunda í fyrsta hring. Án þessa hefði ég barist um tvö fyrstu sætin á verðlaunapallinum. Það kom ekkert annað á óvart í mótinu, nema hvað Pirelli dekkin slitnuðu ekki eins mikið og von var á, miðað við æfingar í vetur. Við sjáum hvað gerist í Malasíu. Brautin þar er mjög ólík Albert Park", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso lauk keppni í fjórða sæti í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á sunnudaginn, eftir að hafa misst marga ökumenn framúr sér í fyrsta hring. Alonso segir þó Ferrari ekki hafa beðið nein afhroð í mótinu, en liðsfélagi hans, Felipe Massa varð sjöundi í mótinu. Eftir að tveir Sauber ökumenn voru dæmdir úr leik. "Útkoman var ekki að óskum, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Að fá 12 stig (af 25 mögulegum) er ekki langt frá meðaltalinu sem heimsmeistarinn náði á keppnistímabilinu í fyrra, mót frá móti", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það er því ekki hægt að segja að við höfum beðið afhroð í Ástralíu. Við vorum vissulega langt frá Red Bull Vettels í tímatökunni og McLaren Hamiltons, en það gekk betur í mótinu sjálfu. Kannski ekki í samanburði við Vettel, en alla aðra." "Ræsingin var hörmung og ég féll úr fimmta sæti í það níunda í fyrsta hring. Án þessa hefði ég barist um tvö fyrstu sætin á verðlaunapallinum. Það kom ekkert annað á óvart í mótinu, nema hvað Pirelli dekkin slitnuðu ekki eins mikið og von var á, miðað við æfingar í vetur. Við sjáum hvað gerist í Malasíu. Brautin þar er mjög ólík Albert Park", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira