Skortur á íslenskum fiski á Grimsby markaðinum 31. mars 2011 09:04 Fiskkaupendur í Bretlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af skorti á íslenskum fiski á fiskmarkaðinum í Grimsby. Um er að ræða stærsta fiskmarkað Bretlandseyja en um 75% af fiskinum þar hefur komið frá Íslandi. Í frétt um málið á BBC segir að verulega hafi dregið úr framboðinu á ferskum fiski frá Íslandi sökum efnahagsástandsins hér og stefnu stjórnvalda um að verka aflann heima. Norðmenn hugsa sér gott til glóðarinnar en von er á norskri sendinefnd til Grimsby á næstunni til að ræða aukinn útflutning frá Noregi á þennan markað. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem Norðmenn reyna að ræna mörkuðum frá Íslendingum. BBC ræðir við fisksalann Andy Fyche um málið. Hann segir að vegna þess hve dregið hefur úr framboði á íslenskum fiski geti hann ekki treyst markaðinum lengur. „Nú verðum við að sækja fiskinn beint til Færeyja,“ segir Fyche. Fram kemur að fisksalar séu óhressir með að þurfa að kaupa fisk beint frá Færeyjum og Noregi því þá séu þeir í miklum mæli að kaupa fiskinn óséðan. Á markaðinum í Grimsby hinsvegar sjá þeir hvað þeir eru að kaupa. Simon Goodwin fiskkaupandi í Grimsby segir að þannig vilji hann kaupa sinn fisk. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fiskkaupendur í Bretlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af skorti á íslenskum fiski á fiskmarkaðinum í Grimsby. Um er að ræða stærsta fiskmarkað Bretlandseyja en um 75% af fiskinum þar hefur komið frá Íslandi. Í frétt um málið á BBC segir að verulega hafi dregið úr framboðinu á ferskum fiski frá Íslandi sökum efnahagsástandsins hér og stefnu stjórnvalda um að verka aflann heima. Norðmenn hugsa sér gott til glóðarinnar en von er á norskri sendinefnd til Grimsby á næstunni til að ræða aukinn útflutning frá Noregi á þennan markað. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem Norðmenn reyna að ræna mörkuðum frá Íslendingum. BBC ræðir við fisksalann Andy Fyche um málið. Hann segir að vegna þess hve dregið hefur úr framboði á íslenskum fiski geti hann ekki treyst markaðinum lengur. „Nú verðum við að sækja fiskinn beint til Færeyja,“ segir Fyche. Fram kemur að fisksalar séu óhressir með að þurfa að kaupa fisk beint frá Færeyjum og Noregi því þá séu þeir í miklum mæli að kaupa fiskinn óséðan. Á markaðinum í Grimsby hinsvegar sjá þeir hvað þeir eru að kaupa. Simon Goodwin fiskkaupandi í Grimsby segir að þannig vilji hann kaupa sinn fisk.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira