Eigandi Sauber ánægður með fyrsta mót Sergio Perez frá Mexíkó 31. mars 2011 10:22 Sergio Perez frá Mexíkó er nýliði í Formúlu 1 og ekur með Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt." Formúla Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt."
Formúla Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira