Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí Stefán Árni Pálsson í Njarðvík skrifar 20. mars 2011 21:05 Pavel var magnaður í liði KR í kvöld. KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum