Skuldir óreiðumanna Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. mars 2011 06:00 Hvers vegna ættum við að greiða skuldir óreiðumanna? Við þeirri spurningu eru ýmis svör, meðal annars þetta: Til að vera sjálf ekki óreiðumenn. Money-heaven er ekki til, því miður. Skuldir óreiðumanna hverfa ekki við það að vera ekki greiddar. Þær hverfa einungis við að vera greiddar. Spurningin er bara hver á að greiða þær. Breskir og hollenskir skattborgarar einvörðungu? Er það hugmynd okkar um sanngirni? Var hann Heychen Van Eyck, tannsmiður í Eindhoven, aðdáandi Guðjónsen-feðga og hollenskur skattborgari mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum? Eða hún Maureen McCarthy skrifstofumær í Birmingham, aðdáandi Emiliönu Torrini og enskur skattborgari: Var hún að reisa glerhallir fjármögnuð af Landsbankanum? Allt sem sagt þeim að kenna? Rétt og sanngjarnt að eftirláta þeim og öðrum skattborgunum þessara landa að greiða þessar skuldir? Málið allt á þeirra ábyrgð en alls ekki Íslendinga? Sem þó höfðu að vísu undirgengist tilskipun um að þeir – en ekki þau Maureen og Heychen – ættu að koma á fót innistæðutryggingasjóði sem dekkaði að lágmarki kringum 20.000 evrur í hverjum reikningi sem Landsbankinn, íslenskur banki, starfrækti í þessum löndum. Og höfðu að vísu líka kosið ríkisstjórnir sem létu starfsemi Icesave viðgangast. Og höfðu að vísu einnig afhent umboð sitt stjórnmálamönnum sem þráfaldlega sögðu í krafti síns embættis að Íslendingar myndu standa við skuldbindingar sínar varðandi Icesave.Aulabandalagið“ En fólkið sem asnaðist til að treysta jafn ótraustvekjandi mönnum og íslenskum bankamönnum: á það ekki bara að taka skellinn sjálft fyrir að hafa verið slíkir endemis "aular“ eins og Morgunblaðið kallar það, með tilvísan í einhvern enskan íhaldsþingmann? Það er nú það. Fyrir það fyrsta hefur það þegar fengið skaðann bættan frá þeim Maureen og Heychen, skattborgunum þessara landa, og eru Íslendingar eingöngu krafðir um að leggja fram það lágmark í þeim skaðabótum sem þeim ber samkvæmt evrópskum tilskipunum sem sjö íslenskir verjendur reyna nú að segja okkur að hægt sé að reyna að kjafta sig frá með kunnuglegum útúrsnúningum sem menn læra í Lagadeild HÍ. Hvers vegna ættum við að greiða skuldir óreiðumanna? Við þeirri spurningu eru ýmis svör, meðal annars þetta: Til að vera sjálf ekki óreiðumenn. Og í öðru lagi er það nú vitað að Landsbanki Íslands hélt sér gangandi með þessum peningum enskra og hollenskra sparifjáreigenda. Hvað táknar það? Jú, vissulega fór margt af því í hálfvitagang eigenda og helstu vildarmanna. En það táknar líka hitt sem við eigum kannski erfitt með að horfast í augu við: þessir peningar sem enskar ömmur voru að nurla saman í ellinni, líknarfélög voru að leggja inn til að hámarka framlög til sín, sveitarfélög hugðust ávaxta þarna til að byggja skóla – og þar fram eftir götunum: þessir peningar trúgjarnra sparifjáreigenda voru notaðir af íslenskum viðskiptavinum Landsbankans, hér á landi. Þeir fóru í bílakaup og fasteignabólu. Þeir fóru í kaup á fellihýsum sem voru nokkurs konar fótanuddtæki aldamótanna. Þeir fóru í að fjármagna utanlandsferðir og kvótakaup og yfirdrátt og allt hitt sem gekk á í íslensku hagkerfi, gott og slæmt, á þessum árum. Við getum ekki látið eins og Icesave-peningarnir komi Íslendingum ekkert við. Hvers vegna lagði fólk fé sitt inn á Icesave-reikningana? Óreiðufólk? Aular? Eigum við ekki láta nægja að segja að þetta fólk hafi verið trúgjarnt. Auglýsingaherferð Icesave var snjöll. Þar tókst Landsbankanum á ísmeygilegan og ósvífinn hátt að tengja starfsemina Íslandi órjúfandi böndum, gera smæðina að styrk; virkja jákvæðar kenndir fólks gagnvart elskulegri smáþjóð sem engum ógnar; sniðugri og skemmtilegri þjóð sem stæði föstum fótum í sinni fornu menningu með álfatrú og sterkri náttúrutengingu en væri um leið í fararbroddi nútímans og kynnu skil á nýjustu aðferðum við netvæðingu allra hluta vegna óhefðbundinnar nálgunar og lausnamiðaðrar menningar fremur en að stunda eitthvert fjas og röfl. Icesave var fyrsti netbankinn á þessum slóðum. Landsbankamönnum tókst að telja almenningi og eftirlitsaðiljum í Englandi og Hollandi og Íslandi ( þar sem lögboðið eftirlit átti að fara fram) trú um að hin hagstæðu vaxtakjör væru vegna þess að hinum snjöllu og hugkvæmu Íslendingum hefði tekist að ná svo mjög niður hefðbundnum kostnaði af bankastarfsemi með því að vera bara með bankann á netinu. Þessu trúði fólk.Á vanskilaskrá heimsins? Erum við ekki annars alltaf að taka þátt í svona atkvæðagreiðslu? Í hvert sinn sem við fáum gluggabréf með rukkun þurfum við að greiða atkvæði um það hvort við ætlum að borga það eður ei. Ef við greiðum það ekki eigum við á hættu að teljast til óreiðumanna. Við lendum á vanskilaskrá. Við fáum þá hvergi lán og allur rekstur heimilisins verður smám saman þyngri og erfiðari. Þannig lítur umheimurinn á Íslendinga ef þeir ákveða að þessi skuld komi sér ekki við og að þeir ætli ekki að greiða hana – ekki vegna þess að þeir gætu það ekki, sem þeir geta alveg, heldur "af prinsippástæðum“. Því prinsippi "að greiða ekki skuldir óreiðumanna“ . Þá fer heimurinn – með réttu eða röngu - að líta á Íslendinga sem þjóð sem heldur alltaf þjóðaratkvæðagreiðslur þegar kemur að skuldadögum, til dæmis vegna lána til vegaframkvæmda eða skólabyggingar. Þá rísi upp fólk og segi: þessi vegur gagnast MÉR ekkert… ÉG hef alltaf verið á móti þessum skóla. ÉG ætla ekkert að borga skuld sem MÉR kemur ekkert við… Og Íslendingar húka fastir á vanskilaskrá heimsins. En með prinsippin á hreinu. Og segja nágrannaþjóðum að eiga sjálf sinn helvítis tjakk… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Icesave Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun
Hvers vegna ættum við að greiða skuldir óreiðumanna? Við þeirri spurningu eru ýmis svör, meðal annars þetta: Til að vera sjálf ekki óreiðumenn. Money-heaven er ekki til, því miður. Skuldir óreiðumanna hverfa ekki við það að vera ekki greiddar. Þær hverfa einungis við að vera greiddar. Spurningin er bara hver á að greiða þær. Breskir og hollenskir skattborgarar einvörðungu? Er það hugmynd okkar um sanngirni? Var hann Heychen Van Eyck, tannsmiður í Eindhoven, aðdáandi Guðjónsen-feðga og hollenskur skattborgari mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum? Eða hún Maureen McCarthy skrifstofumær í Birmingham, aðdáandi Emiliönu Torrini og enskur skattborgari: Var hún að reisa glerhallir fjármögnuð af Landsbankanum? Allt sem sagt þeim að kenna? Rétt og sanngjarnt að eftirláta þeim og öðrum skattborgunum þessara landa að greiða þessar skuldir? Málið allt á þeirra ábyrgð en alls ekki Íslendinga? Sem þó höfðu að vísu undirgengist tilskipun um að þeir – en ekki þau Maureen og Heychen – ættu að koma á fót innistæðutryggingasjóði sem dekkaði að lágmarki kringum 20.000 evrur í hverjum reikningi sem Landsbankinn, íslenskur banki, starfrækti í þessum löndum. Og höfðu að vísu líka kosið ríkisstjórnir sem létu starfsemi Icesave viðgangast. Og höfðu að vísu einnig afhent umboð sitt stjórnmálamönnum sem þráfaldlega sögðu í krafti síns embættis að Íslendingar myndu standa við skuldbindingar sínar varðandi Icesave.Aulabandalagið“ En fólkið sem asnaðist til að treysta jafn ótraustvekjandi mönnum og íslenskum bankamönnum: á það ekki bara að taka skellinn sjálft fyrir að hafa verið slíkir endemis "aular“ eins og Morgunblaðið kallar það, með tilvísan í einhvern enskan íhaldsþingmann? Það er nú það. Fyrir það fyrsta hefur það þegar fengið skaðann bættan frá þeim Maureen og Heychen, skattborgunum þessara landa, og eru Íslendingar eingöngu krafðir um að leggja fram það lágmark í þeim skaðabótum sem þeim ber samkvæmt evrópskum tilskipunum sem sjö íslenskir verjendur reyna nú að segja okkur að hægt sé að reyna að kjafta sig frá með kunnuglegum útúrsnúningum sem menn læra í Lagadeild HÍ. Hvers vegna ættum við að greiða skuldir óreiðumanna? Við þeirri spurningu eru ýmis svör, meðal annars þetta: Til að vera sjálf ekki óreiðumenn. Og í öðru lagi er það nú vitað að Landsbanki Íslands hélt sér gangandi með þessum peningum enskra og hollenskra sparifjáreigenda. Hvað táknar það? Jú, vissulega fór margt af því í hálfvitagang eigenda og helstu vildarmanna. En það táknar líka hitt sem við eigum kannski erfitt með að horfast í augu við: þessir peningar sem enskar ömmur voru að nurla saman í ellinni, líknarfélög voru að leggja inn til að hámarka framlög til sín, sveitarfélög hugðust ávaxta þarna til að byggja skóla – og þar fram eftir götunum: þessir peningar trúgjarnra sparifjáreigenda voru notaðir af íslenskum viðskiptavinum Landsbankans, hér á landi. Þeir fóru í bílakaup og fasteignabólu. Þeir fóru í kaup á fellihýsum sem voru nokkurs konar fótanuddtæki aldamótanna. Þeir fóru í að fjármagna utanlandsferðir og kvótakaup og yfirdrátt og allt hitt sem gekk á í íslensku hagkerfi, gott og slæmt, á þessum árum. Við getum ekki látið eins og Icesave-peningarnir komi Íslendingum ekkert við. Hvers vegna lagði fólk fé sitt inn á Icesave-reikningana? Óreiðufólk? Aular? Eigum við ekki láta nægja að segja að þetta fólk hafi verið trúgjarnt. Auglýsingaherferð Icesave var snjöll. Þar tókst Landsbankanum á ísmeygilegan og ósvífinn hátt að tengja starfsemina Íslandi órjúfandi böndum, gera smæðina að styrk; virkja jákvæðar kenndir fólks gagnvart elskulegri smáþjóð sem engum ógnar; sniðugri og skemmtilegri þjóð sem stæði föstum fótum í sinni fornu menningu með álfatrú og sterkri náttúrutengingu en væri um leið í fararbroddi nútímans og kynnu skil á nýjustu aðferðum við netvæðingu allra hluta vegna óhefðbundinnar nálgunar og lausnamiðaðrar menningar fremur en að stunda eitthvert fjas og röfl. Icesave var fyrsti netbankinn á þessum slóðum. Landsbankamönnum tókst að telja almenningi og eftirlitsaðiljum í Englandi og Hollandi og Íslandi ( þar sem lögboðið eftirlit átti að fara fram) trú um að hin hagstæðu vaxtakjör væru vegna þess að hinum snjöllu og hugkvæmu Íslendingum hefði tekist að ná svo mjög niður hefðbundnum kostnaði af bankastarfsemi með því að vera bara með bankann á netinu. Þessu trúði fólk.Á vanskilaskrá heimsins? Erum við ekki annars alltaf að taka þátt í svona atkvæðagreiðslu? Í hvert sinn sem við fáum gluggabréf með rukkun þurfum við að greiða atkvæði um það hvort við ætlum að borga það eður ei. Ef við greiðum það ekki eigum við á hættu að teljast til óreiðumanna. Við lendum á vanskilaskrá. Við fáum þá hvergi lán og allur rekstur heimilisins verður smám saman þyngri og erfiðari. Þannig lítur umheimurinn á Íslendinga ef þeir ákveða að þessi skuld komi sér ekki við og að þeir ætli ekki að greiða hana – ekki vegna þess að þeir gætu það ekki, sem þeir geta alveg, heldur "af prinsippástæðum“. Því prinsippi "að greiða ekki skuldir óreiðumanna“ . Þá fer heimurinn – með réttu eða röngu - að líta á Íslendinga sem þjóð sem heldur alltaf þjóðaratkvæðagreiðslur þegar kemur að skuldadögum, til dæmis vegna lána til vegaframkvæmda eða skólabyggingar. Þá rísi upp fólk og segi: þessi vegur gagnast MÉR ekkert… ÉG hef alltaf verið á móti þessum skóla. ÉG ætla ekkert að borga skuld sem MÉR kemur ekkert við… Og Íslendingar húka fastir á vanskilaskrá heimsins. En með prinsippin á hreinu. Og segja nágrannaþjóðum að eiga sjálf sinn helvítis tjakk…
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun