Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust 21. mars 2011 12:01 Af blaðamannafundinum Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira