Nýliðinn Maldonado og reynsluboltinn Barrichello eru tilbúnir í fyrsta Formúlu 1 mótið 21. mars 2011 13:20 Pastor Maldonado er frá Venúsúela. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni. "Ég er meira en tilbúinn að byrja fyrsta Formúlu 1 tímabilið mitt. Ég hef aldrei komið til Melbourne, en við höfum æft talsvert sem bætist við tímann sem ég hef ekið brautina í ökuherminum okkar", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. Keppnislið hafa verið við æfingar á Spáni annað slagið í vetur. "Núna hlakkar mig bara til að keppa. Það verður spennandi augnablik. Markmið mitt þessa helgi er að komast í endamark og ná í stig", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumikill ökumaður og sá sem hefur ekið í flestum mótum í Formúlu 1 frá upphafi. "Það eru allir tvöfalt spenntir fyrir fyrsta mótið, þar sem við hefðum þegar átt að vera búnir að keppa. Það var frábært að fá tíma með börnunum, en ég vill fara byrja og get ekki beðið eftir því að sjá rauðu ljósin slökkna í Melbourne þegar keppnistímabilið fer í gang", sagði Barrichello. "Það er alltaf spennandi þegar allir raða sér upp á ráslínuna án nokkurra stiga í stigamótinu. Ég læt mig alltaf dreyma um hvað gæti gerst, en ég verð að hafa báða fætur á jörðinni og einbeita mér að mótinu sem er framundan. Ég hlakka til að koma til Ástralíu", sagði Barrichello. Formúla Íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni. "Ég er meira en tilbúinn að byrja fyrsta Formúlu 1 tímabilið mitt. Ég hef aldrei komið til Melbourne, en við höfum æft talsvert sem bætist við tímann sem ég hef ekið brautina í ökuherminum okkar", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. Keppnislið hafa verið við æfingar á Spáni annað slagið í vetur. "Núna hlakkar mig bara til að keppa. Það verður spennandi augnablik. Markmið mitt þessa helgi er að komast í endamark og ná í stig", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumikill ökumaður og sá sem hefur ekið í flestum mótum í Formúlu 1 frá upphafi. "Það eru allir tvöfalt spenntir fyrir fyrsta mótið, þar sem við hefðum þegar átt að vera búnir að keppa. Það var frábært að fá tíma með börnunum, en ég vill fara byrja og get ekki beðið eftir því að sjá rauðu ljósin slökkna í Melbourne þegar keppnistímabilið fer í gang", sagði Barrichello. "Það er alltaf spennandi þegar allir raða sér upp á ráslínuna án nokkurra stiga í stigamótinu. Ég læt mig alltaf dreyma um hvað gæti gerst, en ég verð að hafa báða fætur á jörðinni og einbeita mér að mótinu sem er framundan. Ég hlakka til að koma til Ástralíu", sagði Barrichello.
Formúla Íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira