Umfjöllun: ÍR kom Keflavík í opna skjöldu Elvar Geir Magnússon í Breiðholti skrifar 21. mars 2011 20:55 Kelly Biedler var öflugur í liði ÍR í kvöld. Mynd/Valli ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36
Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum