FIH var peningabaukur fyrir milljarðaklúbbinn 22. mars 2011 09:51 Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt í blaðinu Berlingske Tidende nýlega. Þar segir að FIH hafi fjármagnað fjárfestingarævintýri þessara manna í þá „glöðu daga" áður en fjármálakreppan skall á árið 2008. Þannig hafi FIH virkað eins og peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar Erik Damgaards á þýska fasteignamarkaðinum og bankinn tók þátt í að fjármagna kaupin á SAS hótelinu í Frankfurt í samvinnu við Peter Forchhammer, Hans Henrik Palm og Henrik Örbekker. Allir þessir menn tilheyrðu klúbbnum á velmektardögum sínum en eru gjaldþrota í dag. Þessar fjárfestingar eiga stórann þátt í mjög erfiðri stöðu FIH bankans í dag. Um tíma skuldaði Erik Damgaard bankanum 650 milljónir danskra kr. eða hátt í 14 milljarða kr. vegna þýsku fjárfestinganna. Bankinn hefur fengið innan við þriðjung þeirrar upphæðar til baka. Tengdar fréttir Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. 19. febrúar 2011 09:11 Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. 16. febrúar 2011 10:08 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt í blaðinu Berlingske Tidende nýlega. Þar segir að FIH hafi fjármagnað fjárfestingarævintýri þessara manna í þá „glöðu daga" áður en fjármálakreppan skall á árið 2008. Þannig hafi FIH virkað eins og peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar Erik Damgaards á þýska fasteignamarkaðinum og bankinn tók þátt í að fjármagna kaupin á SAS hótelinu í Frankfurt í samvinnu við Peter Forchhammer, Hans Henrik Palm og Henrik Örbekker. Allir þessir menn tilheyrðu klúbbnum á velmektardögum sínum en eru gjaldþrota í dag. Þessar fjárfestingar eiga stórann þátt í mjög erfiðri stöðu FIH bankans í dag. Um tíma skuldaði Erik Damgaard bankanum 650 milljónir danskra kr. eða hátt í 14 milljarða kr. vegna þýsku fjárfestinganna. Bankinn hefur fengið innan við þriðjung þeirrar upphæðar til baka.
Tengdar fréttir Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. 19. febrúar 2011 09:11 Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. 16. febrúar 2011 10:08 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. 19. febrúar 2011 09:11
Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. 16. febrúar 2011 10:08