Fótbolti

Bjarni Hólm mun spila fyrir Rúnar hjá Levanger

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson verður ekki áfram með Keflvíkingum í Pepsi-deild karla í fótbolta því hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska C-deildarfélagið Levanger. Þetta kemur fram á heimasíðu Levanger og á fótbolti.net.

Rúnar Páll Sigmundsson fyrrum þjáfari HK er þjálfari Levanger-liðsins auk þess sem að Hörður Magnússon fyrrum leikmaður HK er einnig á mála hjá félaginu.

Bjarni Hólm sem er 26 ára gamall miðvörður, hefur spilað síðustu tvö tímabil með Keflavík og lék 21 af 22 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Bjarni er uppalinn hjá Huginn á Seyðisfirði en hann hefur einnig leikið með Fram og ÍBV hér á landi.

Bjarni Hólm er því enn einn byrjunarliðsmaðurinn sem yfirgefur Keflavík en áður höfðu þeir Alen Sutej (FH), Hörður Sveinsson (valur), Hólmar Örn Rúnarsson (FH) og Paul McShane (Grindavík) farið frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×