Pétur: Snæfell ekki átt nein svör við okkar leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 16:00 Pétur ásamt Ívari Ásgrímssyni, aðstoðarmanni sínum. Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka, er kokhraustur fyrir oddaleik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í kvöld. "Við ætlum okkur að vinna. Það er ekkert flókið. Það er samt pressa á okkur rétt eins og þeim. Það er samt munur á pressunni á liðunum. Það er jákvæð pressa á okkur en neikvæð á þeim enda verður allt brjálað ef þeir tapa," sagði Pétur ákveðinn en hann þakkar Snæfelli fyrir sinn hlut í góðu gengi Hauka í rimmunni. "Þeir hafa sýnt okkur að við getum unnið þá. Þeir hafa ekki haft nein svör við því sem við erum að gera. Ef þeir telja sig eiga einhver svör fyrir kvöldið þá er ég klár með fleiri lausnir. Nú er bara að hitta réttu skotunum og lemja á réttu mönnunum." Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur verið óánægður með hugarfar sinna manna í leikjunum og finnst þeir vera að pirra sig fullmikið. "Þeir eru pirraðir af því okkur tekst á hægja á leikjunum. Snæfell er lið sem vill skjóta mikið og þeir eru ekki að fá þessi skot gegn okkur." Hermt var að yfirlýsingar Hlyns Bæringssonar, fyrrum leikmanns Snæfells, um að hlaupa í kringum blokkina sína á nærbuxunum ef Haukar vinna einvígið hefðu kveikt í Hafnfirðingum. Pétur segir það ekki vera alveg rétt. "Okkur er alveg sama hvað Hlynur gerir. Hann má sprella eins og hann vill. Við einbeitum okkur að því að vinna leikinn." Körfuknattleiksdeild Hauka er með uppskeruhátíð á föstudaginn og sumum finnst það benda til þess að þeir hafi ekki mikla trú á sigri í kvöld. "Það var löngu búið að plana þetta. Veislan fer fram og við mætum þá bara og fögnum því að vera komnir áfram," sagði Pétur léttur. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka, er kokhraustur fyrir oddaleik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í kvöld. "Við ætlum okkur að vinna. Það er ekkert flókið. Það er samt pressa á okkur rétt eins og þeim. Það er samt munur á pressunni á liðunum. Það er jákvæð pressa á okkur en neikvæð á þeim enda verður allt brjálað ef þeir tapa," sagði Pétur ákveðinn en hann þakkar Snæfelli fyrir sinn hlut í góðu gengi Hauka í rimmunni. "Þeir hafa sýnt okkur að við getum unnið þá. Þeir hafa ekki haft nein svör við því sem við erum að gera. Ef þeir telja sig eiga einhver svör fyrir kvöldið þá er ég klár með fleiri lausnir. Nú er bara að hitta réttu skotunum og lemja á réttu mönnunum." Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur verið óánægður með hugarfar sinna manna í leikjunum og finnst þeir vera að pirra sig fullmikið. "Þeir eru pirraðir af því okkur tekst á hægja á leikjunum. Snæfell er lið sem vill skjóta mikið og þeir eru ekki að fá þessi skot gegn okkur." Hermt var að yfirlýsingar Hlyns Bæringssonar, fyrrum leikmanns Snæfells, um að hlaupa í kringum blokkina sína á nærbuxunum ef Haukar vinna einvígið hefðu kveikt í Hafnfirðingum. Pétur segir það ekki vera alveg rétt. "Okkur er alveg sama hvað Hlynur gerir. Hann má sprella eins og hann vill. Við einbeitum okkur að því að vinna leikinn." Körfuknattleiksdeild Hauka er með uppskeruhátíð á föstudaginn og sumum finnst það benda til þess að þeir hafi ekki mikla trú á sigri í kvöld. "Það var löngu búið að plana þetta. Veislan fer fram og við mætum þá bara og fögnum því að vera komnir áfram," sagði Pétur léttur.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira