Vettel: Gott að leggja línurnar með sigri í fyrsta mótinu 27. mars 2011 11:15 Sebastian Vettel fagnar sigri í Melbourne í dag og Lewis Hamilton öðru sætinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ánægður með sigurinn á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hóf titilvörnina með sigri. "Ég er mjög ánægður og þetta var góð helgi. Ég sat í góðum bíl og keppnin gekk vel. Það róaðist allt í lokin og Lewis pressaði ekki mikið, þannig að við réðum ferðinni", sagði Vettel eftir keppnina. "Ræsingin var lykilatriði og hún tókst vel hjá mér. Ég vissi ekki hvort það var nóg, en svo sá ég Lewis og Mark berjast um stöðu. Ég náði forskoti og hélt bilinu fram að fyrsta þjónustuhléinu." "Þegar dekkin voru orðin griplítil, þá náði Lewis að vinna tíma á mig. Ég lét skipta um dekk á réttum tíma. Eftir fyrsta hléið var mikilvægt að komast framhjá Jenson og það tókst. Í seinni hluta mótsins vissi ég ekki hver staðan var fyrir aftan Lewis, en ég náði svo að stjórna ferðinni á lokasprettinum." "Við lærðum heilmikið í dag og það var gott að mæta til leiks og leggja línurnar", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ánægður með sigurinn á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hóf titilvörnina með sigri. "Ég er mjög ánægður og þetta var góð helgi. Ég sat í góðum bíl og keppnin gekk vel. Það róaðist allt í lokin og Lewis pressaði ekki mikið, þannig að við réðum ferðinni", sagði Vettel eftir keppnina. "Ræsingin var lykilatriði og hún tókst vel hjá mér. Ég vissi ekki hvort það var nóg, en svo sá ég Lewis og Mark berjast um stöðu. Ég náði forskoti og hélt bilinu fram að fyrsta þjónustuhléinu." "Þegar dekkin voru orðin griplítil, þá náði Lewis að vinna tíma á mig. Ég lét skipta um dekk á réttum tíma. Eftir fyrsta hléið var mikilvægt að komast framhjá Jenson og það tókst. Í seinni hluta mótsins vissi ég ekki hver staðan var fyrir aftan Lewis, en ég náði svo að stjórna ferðinni á lokasprettinum." "Við lærðum heilmikið í dag og það var gott að mæta til leiks og leggja línurnar", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira