Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. mars 2011 20:54 Justin Shouse. Mynd/Valli Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira