Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði í kvöld 1-3 fyrir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik sínum í 4. deild Heimsmeistarakeppni kvenna sem fram fer hér á landi og lýkur 1. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót er haldið á Íslandi.
Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Birna Baldursdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 eftir tæplega tíu mínútna leik eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Guðrúnu Blöndal.
Það tók hinsvegar stelpurnar frá Nýja Sjálandi bara rúmar fjórar mínútur að jafna metin og þær komust síðan yfir á 28. mínútu og innsigluðu svo sigurinn á lokamínútunni.
Íslenska liðið vann fjórðu deildina árið 2008 og vann sér rétt til að keppa í 3. deild en vegna breytinga sem Alþjóða íshokkísambandið gerði á efri deildum færðist liðið aftur niður í 4. deild.
Rúmenía, Suður Kórea og Suður Afríka taka líka þátt í mótinu og er næsti leikur íslenska liðsins á móti Rúmeníu á þriðjudagskvöldið.
Tap hjá íslensku stelpunum í fyrsta leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn


Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn

