Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot 28. mars 2011 13:52 Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem gjaldþrotanefnd Danmerkur (Konkursrådet) hefur gert opinbera og sagt er frá í Jyllands Posten. Þar segir að fjöldi þeirra Dana sem fá leyfi til að verða gjaldþrota mörgum sinnum sé alltof hár. Einnig sé kostnaðurinn of hár en fram kemur í úttektinni að frá árinu 2008 hafi 40 gjaldþrotariddarar kostað danska skattinn um 700 milljónir danskra kr., eða um 14 milljarða kr., í töpuðum skatttekjum. Konkursrådet vill breytingar á gjaldþrotalöggjöf landsins þannig að þeir sem verða gjaldþrota megi ekki stunda atvinnurekstur í þrjú ár þar á eftir. Sem stendur geta þeir byrjað að nýju daginn eftir að verða gjaldþrota. Samhliða segir Konkursrådet að nauðsynlegt sé að rannsaka ítarlega um tíunda hvert gjaldþrot í Danmörku til að finna út hvort stjórn viðkomandi félags/fyrirtækis eigi að fá framangreint þriggja ára bann. Slíkt myndi þýða um 250 dómsmál á hverju ári. Hinsvegar hefði slíkur framgangsmáti sparað danska skattinum fyrrgreinda 14 milljarða á tímabilinu 2008 og fram til síðustu áramóta. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem gjaldþrotanefnd Danmerkur (Konkursrådet) hefur gert opinbera og sagt er frá í Jyllands Posten. Þar segir að fjöldi þeirra Dana sem fá leyfi til að verða gjaldþrota mörgum sinnum sé alltof hár. Einnig sé kostnaðurinn of hár en fram kemur í úttektinni að frá árinu 2008 hafi 40 gjaldþrotariddarar kostað danska skattinn um 700 milljónir danskra kr., eða um 14 milljarða kr., í töpuðum skatttekjum. Konkursrådet vill breytingar á gjaldþrotalöggjöf landsins þannig að þeir sem verða gjaldþrota megi ekki stunda atvinnurekstur í þrjú ár þar á eftir. Sem stendur geta þeir byrjað að nýju daginn eftir að verða gjaldþrota. Samhliða segir Konkursrådet að nauðsynlegt sé að rannsaka ítarlega um tíunda hvert gjaldþrot í Danmörku til að finna út hvort stjórn viðkomandi félags/fyrirtækis eigi að fá framangreint þriggja ára bann. Slíkt myndi þýða um 250 dómsmál á hverju ári. Hinsvegar hefði slíkur framgangsmáti sparað danska skattinum fyrrgreinda 14 milljarða á tímabilinu 2008 og fram til síðustu áramóta.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira