KR er komið með 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Keflavík eftir sigur. 87-79, gegn í Frostaskjólinu í kvöld.
KR byrjaði leikinn skelfilega og Keflavík komst yfir 14-0. KR kom til baka og leiddi með fimm stigum í hálfleik, 39-34.
KR var svo sterkara í seinni hálfleik og vann sanngjarnan sigur.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi í kvöld.
KR-Keflavík 87-79
KR: Marcus Walker 33/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 24/16 fráköst/8 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 12, Brynjar Þór Björnsson 7/6 fráköst, Fannar Ólafsson 5/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Finnur Atli Magnússon 2/6 fráköst.
Keflavík: Thomas Sanders 28/9 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 16/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/9 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Magnús Þór Gunnarsson 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 2.
KR með góðan sigur á Keflavík
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
