Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum 29. mars 2011 09:18 Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Fjallað er um málið á brösen.dk. Þar kemur fram að danskir kaffineytendur hafi orðið verulega fyrir barðinu á þessum hækkunum. Þannig kostaði poki af Merril kaffi um 30 krónur danskar út úr búð í Kaupmannahöfn fyrir ári síðan. Nú stefnir þetta verð hraðbyri í 60 krónur danskar. Útsöluverð á þessum kaffipoka er þegar komið í 43 krónur danskar. Rætt er við Michael Svendsen innkaupastjóra hjá Dansk Supermarked en hann segir að á síðasta ári hafi þeir neyðst til þess að hækka verð á kaffi um allt að 40%. Svendsen reiknar með áframhaldandi verðhækkunum. „Staðan á mörkuðunum er verulega villt,“ segir Svendsen. „Við erum neyddir til þess að velta verðhækkunum út í verðlagið til neytenda. Það verður spennandi að sjá hvar þetta endar. En í augnablikinu verðum við ekki vör við samdrátt í kaffisölunni þrátt fyrir verðhækkanir.“ Börsen nefnir að þær tvær tegundir af kaffibaunum, sem eru ráðandi á markaðinum, Robusta og Arabica hafi báðar hækkað um yfir 80% á liðnu ári. Samkvæmt sérfræðingum er reiknað með að verðið muni hækka um a.m.k. 23% í viðbót á næstunni. Ástæðan fyrir skorti á kaffibaunum er uppskerubrestur víða í heiminum og mikill áhugi spákaupmanna á ýmissi hrávöru. Í ár eykur svo hefðbundin niðursveifla á framboðinu frá Brasilíu á vandann en Brasilíumenn hvíla ákveðinn hluta af kaffibaunaökrum sínum annað hvert ár. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Fjallað er um málið á brösen.dk. Þar kemur fram að danskir kaffineytendur hafi orðið verulega fyrir barðinu á þessum hækkunum. Þannig kostaði poki af Merril kaffi um 30 krónur danskar út úr búð í Kaupmannahöfn fyrir ári síðan. Nú stefnir þetta verð hraðbyri í 60 krónur danskar. Útsöluverð á þessum kaffipoka er þegar komið í 43 krónur danskar. Rætt er við Michael Svendsen innkaupastjóra hjá Dansk Supermarked en hann segir að á síðasta ári hafi þeir neyðst til þess að hækka verð á kaffi um allt að 40%. Svendsen reiknar með áframhaldandi verðhækkunum. „Staðan á mörkuðunum er verulega villt,“ segir Svendsen. „Við erum neyddir til þess að velta verðhækkunum út í verðlagið til neytenda. Það verður spennandi að sjá hvar þetta endar. En í augnablikinu verðum við ekki vör við samdrátt í kaffisölunni þrátt fyrir verðhækkanir.“ Börsen nefnir að þær tvær tegundir af kaffibaunum, sem eru ráðandi á markaðinum, Robusta og Arabica hafi báðar hækkað um yfir 80% á liðnu ári. Samkvæmt sérfræðingum er reiknað með að verðið muni hækka um a.m.k. 23% í viðbót á næstunni. Ástæðan fyrir skorti á kaffibaunum er uppskerubrestur víða í heiminum og mikill áhugi spákaupmanna á ýmissi hrávöru. Í ár eykur svo hefðbundin niðursveifla á framboðinu frá Brasilíu á vandann en Brasilíumenn hvíla ákveðinn hluta af kaffibaunaökrum sínum annað hvert ár.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira