Buffett varar við Facebook bólu 29. mars 2011 10:13 Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttaveitunnar við Buffett. Buffett segir að flestar þessara vefsíðna séu metnar alltof hátt og þar að auki sé mjög erfitt að meta raunverulegt verðmæti þeirra. „Einhverjir vinna og einhverjir tapa á þessum markaði,“ segir Buffett. Verðmætasta samskiptasíðan í dag er Facebook en hún er talin hátt í 6.000 milljarða kr. virði. Næst þar á eftir kemur tilboðasíðan Groupon sem stefnir að markaðsskráningu en verðmatið á Groupon er í kringum 2.800 milljarðar kr. Buffett, sem orðinn er 88 ára gamall, hefur viðurnefnið Véfréttin frá Omaha enda þykir hann með eindæmum naskur á viðskiptatækifæri. Þeir sem leggja honum til fé í fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway hafa nær aldrei ástæðu til að sjá eftir slíkri fjárfestingu. Buffett er þekktur fyrir að fjárfesta aldrei í flugfélögum og hann hefur þar að auki ætíð forðast að fjárfesta í netfyrirtækjum og nýrri tækni. Í staðinn einbeitir hann sér að iðnaðarfyrirtækjum, skuldabréfum og hrávörum. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttaveitunnar við Buffett. Buffett segir að flestar þessara vefsíðna séu metnar alltof hátt og þar að auki sé mjög erfitt að meta raunverulegt verðmæti þeirra. „Einhverjir vinna og einhverjir tapa á þessum markaði,“ segir Buffett. Verðmætasta samskiptasíðan í dag er Facebook en hún er talin hátt í 6.000 milljarða kr. virði. Næst þar á eftir kemur tilboðasíðan Groupon sem stefnir að markaðsskráningu en verðmatið á Groupon er í kringum 2.800 milljarðar kr. Buffett, sem orðinn er 88 ára gamall, hefur viðurnefnið Véfréttin frá Omaha enda þykir hann með eindæmum naskur á viðskiptatækifæri. Þeir sem leggja honum til fé í fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway hafa nær aldrei ástæðu til að sjá eftir slíkri fjárfestingu. Buffett er þekktur fyrir að fjárfesta aldrei í flugfélögum og hann hefur þar að auki ætíð forðast að fjárfesta í netfyrirtækjum og nýrri tækni. Í staðinn einbeitir hann sér að iðnaðarfyrirtækjum, skuldabréfum og hrávörum.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira