Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. mars 2011 16:49 Teitur Örlygsson. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. „Ryan er alltaf brjálaður út í mig og ég veit ekki af hverju. Ég sagði ekki orð við hann allan leikinn svo það sé á hreinu. Svo heyrði ég eftir leikinn að hann hefði hlaupið fram hjá mér á bekknum og öskrað „fuck you" á mig. Það fór reyndar fram hjá mér en þetta var mér tjáð eftir leik," sagði Teitur. „Eftir leikinn förum við í raðir til að þakka fyrir leikinn eins og venjulega. Það heilsuðu mér allir en þegar kom að honum hreytti hann út úr sér: „dont´t touch me" eða ekki snerta mig. Hann var með hroka og stæla sem ég sætti mig ekki við. Þá rifumst við aðeins." Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem það slær í brýnu á milli Teits og Amoroso. „Fyrr í vetur þá barði hann í hausinn á Kjartan Atla eftir að það var búið að flauta. Þá vildi ég láta henda honum út en það var ekki gert," sagði Teitur en það er augljóslega einhver kergja á milli liðanna. „Mér sýnist ég vera kominn undir skinnið hjá þeim. Þeir eru í það minnsta að hugsa um eitthvað annað en leikmennina mína. Ég hef oft lent í svona og finnst þetta gaman. Ég er góður í þessu. Ég og Nick Bradford félagi minn kunnum alveg að spjalla," sagði keppnismaðurinn Teitur léttur en honum leiðist greinilega ekki hasarinn sem fylgir úrslitakeppninni. "Þetta er samt stormur í vatnsglasi að mínu mati. Það er eitthvað óeðlilegt ef menn munnhögvast ekki aðeins í úrslitakeppninni. Þetta er enginn KFUM-fundur og mönnum á ekki að standa á sama." Teitur segir að leikurinn í kvöld muni segja mikið um karakter síns liðs. "Partur af því að verða betra lið er að vinna leik númer tvö. Mæta í hann tilbúinn. Það er ekki sjálfgefið. Ég þekki það vel sem leikmaður á sínum tíma. Menn slaka á eftir sigur og missa aðeins einbeitinguna. Kúnstin er því að mæta klár í þennan leik. Ég vona að við gerum það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 í Garðabæ og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. „Ryan er alltaf brjálaður út í mig og ég veit ekki af hverju. Ég sagði ekki orð við hann allan leikinn svo það sé á hreinu. Svo heyrði ég eftir leikinn að hann hefði hlaupið fram hjá mér á bekknum og öskrað „fuck you" á mig. Það fór reyndar fram hjá mér en þetta var mér tjáð eftir leik," sagði Teitur. „Eftir leikinn förum við í raðir til að þakka fyrir leikinn eins og venjulega. Það heilsuðu mér allir en þegar kom að honum hreytti hann út úr sér: „dont´t touch me" eða ekki snerta mig. Hann var með hroka og stæla sem ég sætti mig ekki við. Þá rifumst við aðeins." Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem það slær í brýnu á milli Teits og Amoroso. „Fyrr í vetur þá barði hann í hausinn á Kjartan Atla eftir að það var búið að flauta. Þá vildi ég láta henda honum út en það var ekki gert," sagði Teitur en það er augljóslega einhver kergja á milli liðanna. „Mér sýnist ég vera kominn undir skinnið hjá þeim. Þeir eru í það minnsta að hugsa um eitthvað annað en leikmennina mína. Ég hef oft lent í svona og finnst þetta gaman. Ég er góður í þessu. Ég og Nick Bradford félagi minn kunnum alveg að spjalla," sagði keppnismaðurinn Teitur léttur en honum leiðist greinilega ekki hasarinn sem fylgir úrslitakeppninni. "Þetta er samt stormur í vatnsglasi að mínu mati. Það er eitthvað óeðlilegt ef menn munnhögvast ekki aðeins í úrslitakeppninni. Þetta er enginn KFUM-fundur og mönnum á ekki að standa á sama." Teitur segir að leikurinn í kvöld muni segja mikið um karakter síns liðs. "Partur af því að verða betra lið er að vinna leik númer tvö. Mæta í hann tilbúinn. Það er ekki sjálfgefið. Ég þekki það vel sem leikmaður á sínum tíma. Menn slaka á eftir sigur og missa aðeins einbeitinguna. Kúnstin er því að mæta klár í þennan leik. Ég vona að við gerum það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 í Garðabæ og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00
Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36
Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22