Carlos Slim ríkastur og Facebook strákarnir í góðum málum 10. mars 2011 08:50 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira