Enski boltinn

Þarf Gerrard að fara í aðgerð?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfi að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Hann hefur verið tæpur að undanförnu og fór ekki með liðinu til Portúgals þar sem Liverpool mætir Braga í Evrópukeppni UEFA í kvöld.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Gerrard hafi spilað meiddur í 3-1 sigri Liverpool á United um helgina og að hann hafi verið að glíma við meiðslin undanfarinn mánuð. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, vildi ekkert segja um hvort hann þurfi að leggjast undir hnífinn eins og hefur verið fjallað um í enskum fjölmiðlum.

„Það er mikilvægt bæði fyrir okkur og Steven sjálfan að við finnum lausn á þessu vandamáli," sagði Dalglish.

„Vonandi nær hann sér fljótt og vonandi nær hann að spila sem flesta leiki með okkur. En það þarf að fylgjast mjög vel með öllum leikmönnum, hvort sem þeir eru heilir heilsu eða eiga við smávægileg vandamál að stríða."

„Við ætlum þó ekki að vera með einhverjar vangaveltur í fjölmiðlum um meiðslamál okkar leikmanna og þá sérstaklega ekki um Steven. Þetta er smávægilegt vandamál sem þarf að laga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×