Hispania afhjúpaði 2011 keppnisbílinn 11. mars 2011 15:20 Narain Kartikeyan og Vinatonio Liuzzi svipta hulunni af 2011 bíl Hispania liðsins. Mynd: Hispania F1 Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins. Liuzzi var kynntur sem annar ökumaður liðsins í fyrradag, en Karthikeyan hafði áður verið tilkynntur sem ökumaður liðsins og var búinn að aka 2010 bíl Hispania á æfingum. "Ég fékk tvo daga í rigningu og það var fínt og ég var nokkuð fljótur", sagði Karthikeyan í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist enn vera fóta sig á þurri braut, en telur að gott sé að fá samanburð við Liuzzi. Karthikeyan telur að aksturstíll hans og Liuzzi sé svipaður, ef tekið er mið af tölvugögnum sem liðið hefur skoðað. "Ég mun finna mig eftir nokkur mót. Ég veit að ég hef verið fljótur áður fyrr og það ætti ekki að vera vandamál", sagði Karthikeyan, en hann ók eitt tímabil með Jordan árið 2005 og var síðan þróunarökumaður með Williams til ársins 2007. Eftir þetta ók hann í ólíkum mótaröðum, en er mættur aftur í Formúlu 1, en Karthikeyan er 34 ára gamall. Karthikeyan segir að líkamlega séð hafi gengið vel að aka 2010 bílnum, en hann verði verði orðinn góður á nýja bílnum eftir 2-3 mót, en meira niðurtog sé í nýja bílnum. Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi verður í haust og Karthikeyan verður þá á heimavelli. Formúla Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins. Liuzzi var kynntur sem annar ökumaður liðsins í fyrradag, en Karthikeyan hafði áður verið tilkynntur sem ökumaður liðsins og var búinn að aka 2010 bíl Hispania á æfingum. "Ég fékk tvo daga í rigningu og það var fínt og ég var nokkuð fljótur", sagði Karthikeyan í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist enn vera fóta sig á þurri braut, en telur að gott sé að fá samanburð við Liuzzi. Karthikeyan telur að aksturstíll hans og Liuzzi sé svipaður, ef tekið er mið af tölvugögnum sem liðið hefur skoðað. "Ég mun finna mig eftir nokkur mót. Ég veit að ég hef verið fljótur áður fyrr og það ætti ekki að vera vandamál", sagði Karthikeyan, en hann ók eitt tímabil með Jordan árið 2005 og var síðan þróunarökumaður með Williams til ársins 2007. Eftir þetta ók hann í ólíkum mótaröðum, en er mættur aftur í Formúlu 1, en Karthikeyan er 34 ára gamall. Karthikeyan segir að líkamlega séð hafi gengið vel að aka 2010 bílnum, en hann verði verði orðinn góður á nýja bílnum eftir 2-3 mót, en meira niðurtog sé í nýja bílnum. Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi verður í haust og Karthikeyan verður þá á heimavelli.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira