Hispania afhjúpaði 2011 keppnisbílinn 11. mars 2011 15:20 Narain Kartikeyan og Vinatonio Liuzzi svipta hulunni af 2011 bíl Hispania liðsins. Mynd: Hispania F1 Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins. Liuzzi var kynntur sem annar ökumaður liðsins í fyrradag, en Karthikeyan hafði áður verið tilkynntur sem ökumaður liðsins og var búinn að aka 2010 bíl Hispania á æfingum. "Ég fékk tvo daga í rigningu og það var fínt og ég var nokkuð fljótur", sagði Karthikeyan í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist enn vera fóta sig á þurri braut, en telur að gott sé að fá samanburð við Liuzzi. Karthikeyan telur að aksturstíll hans og Liuzzi sé svipaður, ef tekið er mið af tölvugögnum sem liðið hefur skoðað. "Ég mun finna mig eftir nokkur mót. Ég veit að ég hef verið fljótur áður fyrr og það ætti ekki að vera vandamál", sagði Karthikeyan, en hann ók eitt tímabil með Jordan árið 2005 og var síðan þróunarökumaður með Williams til ársins 2007. Eftir þetta ók hann í ólíkum mótaröðum, en er mættur aftur í Formúlu 1, en Karthikeyan er 34 ára gamall. Karthikeyan segir að líkamlega séð hafi gengið vel að aka 2010 bílnum, en hann verði verði orðinn góður á nýja bílnum eftir 2-3 mót, en meira niðurtog sé í nýja bílnum. Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi verður í haust og Karthikeyan verður þá á heimavelli. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins. Liuzzi var kynntur sem annar ökumaður liðsins í fyrradag, en Karthikeyan hafði áður verið tilkynntur sem ökumaður liðsins og var búinn að aka 2010 bíl Hispania á æfingum. "Ég fékk tvo daga í rigningu og það var fínt og ég var nokkuð fljótur", sagði Karthikeyan í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist enn vera fóta sig á þurri braut, en telur að gott sé að fá samanburð við Liuzzi. Karthikeyan telur að aksturstíll hans og Liuzzi sé svipaður, ef tekið er mið af tölvugögnum sem liðið hefur skoðað. "Ég mun finna mig eftir nokkur mót. Ég veit að ég hef verið fljótur áður fyrr og það ætti ekki að vera vandamál", sagði Karthikeyan, en hann ók eitt tímabil með Jordan árið 2005 og var síðan þróunarökumaður með Williams til ársins 2007. Eftir þetta ók hann í ólíkum mótaröðum, en er mættur aftur í Formúlu 1, en Karthikeyan er 34 ára gamall. Karthikeyan segir að líkamlega séð hafi gengið vel að aka 2010 bílnum, en hann verði verði orðinn góður á nýja bílnum eftir 2-3 mót, en meira niðurtog sé í nýja bílnum. Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi verður í haust og Karthikeyan verður þá á heimavelli.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira