Schumacher: Bíllinn þróaður skref fyrir skref 11. mars 2011 17:38 Michael Schumacher á frumsýningu Mercedes á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Michael Schumacher náði besta tíma allra ökumanna á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingu Formúlu 1 keppnisliða og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var með þriðja besta tíma. Tími Schumachers var sá besti sem hefur náðst á Katalóníu brautinni á æfingum Formúlu 1 liða í vetur. "Við höfum verið að að þróa bílinn skref fyrir skref í vikunni og nýir hlutir hafa borist daglega. Við höfum einbeitt okkur að því að skilja hvernig á að ná því besta út úr bílnum, sem núna er kominn í lokauppstillingu í fyrsta skipti", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercdes. "Bíllinn hefur látið eins við var að búast og dagurinn var árangursríkur. Við lukum áætluðu verkefni okkar og ég ætti að fá einhverja reynslu í bleytunni sem er spáð á morgun", sagði Schumacher, en rigningu er spáð á Katalóníu brautinni á morgun. Rosberg var ánægður að hafa komist um borð í Mercedes bílinn síðdegis og segir hann mun betri eftir breytingar sem hafa verið gerðar. "Ég er nokkuð ánægður með stöðuna og þakklátur liðinu að hafa komið öllu í bílinn sem við báðum um. Við höfum tekið góðum framförum í vetur", sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher náði besta tíma allra ökumanna á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingu Formúlu 1 keppnisliða og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var með þriðja besta tíma. Tími Schumachers var sá besti sem hefur náðst á Katalóníu brautinni á æfingum Formúlu 1 liða í vetur. "Við höfum verið að að þróa bílinn skref fyrir skref í vikunni og nýir hlutir hafa borist daglega. Við höfum einbeitt okkur að því að skilja hvernig á að ná því besta út úr bílnum, sem núna er kominn í lokauppstillingu í fyrsta skipti", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercdes. "Bíllinn hefur látið eins við var að búast og dagurinn var árangursríkur. Við lukum áætluðu verkefni okkar og ég ætti að fá einhverja reynslu í bleytunni sem er spáð á morgun", sagði Schumacher, en rigningu er spáð á Katalóníu brautinni á morgun. Rosberg var ánægður að hafa komist um borð í Mercedes bílinn síðdegis og segir hann mun betri eftir breytingar sem hafa verið gerðar. "Ég er nokkuð ánægður með stöðuna og þakklátur liðinu að hafa komið öllu í bílinn sem við báðum um. Við höfum tekið góðum framförum í vetur", sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira