Rosberg fljótastur í bleytunni á Spáni 12. mars 2011 16:31 Nico Rosberg ökumaður Mercedes. Mynd: Getty Images/Mercedes Síðaasti æfingadagurinn Formúlu 1 liða í Katalóníu brautinni í dag á Spáni nýttist ekki sérlega vel, þar sem mikill rigning varð til þess að lítið var ekið um brautina, þó fjögur lið væru á staðnum. Nico Rosberg á Mercedes náði besta tíma dagsins, en slagurinn um besta tíma var raunverulega síðastu 15 mínúturnar af æfingatíma dagsins þegar veðrið skánaði, eftir því sem sagði í frétt á autosport.com í dag. Rosberg ók á 1.43.814 á blautri brautinni á Mercedes bílnum, en Pastor Maldonado á Williams var með næst besta tíma, var 0.519 sekúndum á eftir Rosberg og Lews Hamilton á McLaren þar á eftir, 0.746 á eftir. Michael Schumacher og Fernando Alonso voru á staðnum, óku báðir fimm hringi fyrri hluta dags, en voru ekki tímamældir, heldur skoðuðu bara aðstæður á brautinni. Hispania liðið var á staðnum, en bílum liðsins var ekki ekið þar sem demparar í nýjan bíl liðsins voru fastir í tolli. Ökumenn Formúlu 1 liiða aka næst í Ástralíu, þar sem fyrsta mót ársins fer fram 27. mars. Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Leik lokið: Grikkland - Ísland 25-34 | Formsatriði eftir sterkan fyrri hálfleik Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Síðaasti æfingadagurinn Formúlu 1 liða í Katalóníu brautinni í dag á Spáni nýttist ekki sérlega vel, þar sem mikill rigning varð til þess að lítið var ekið um brautina, þó fjögur lið væru á staðnum. Nico Rosberg á Mercedes náði besta tíma dagsins, en slagurinn um besta tíma var raunverulega síðastu 15 mínúturnar af æfingatíma dagsins þegar veðrið skánaði, eftir því sem sagði í frétt á autosport.com í dag. Rosberg ók á 1.43.814 á blautri brautinni á Mercedes bílnum, en Pastor Maldonado á Williams var með næst besta tíma, var 0.519 sekúndum á eftir Rosberg og Lews Hamilton á McLaren þar á eftir, 0.746 á eftir. Michael Schumacher og Fernando Alonso voru á staðnum, óku báðir fimm hringi fyrri hluta dags, en voru ekki tímamældir, heldur skoðuðu bara aðstæður á brautinni. Hispania liðið var á staðnum, en bílum liðsins var ekki ekið þar sem demparar í nýjan bíl liðsins voru fastir í tolli. Ökumenn Formúlu 1 liiða aka næst í Ástralíu, þar sem fyrsta mót ársins fer fram 27. mars.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Leik lokið: Grikkland - Ísland 25-34 | Formsatriði eftir sterkan fyrri hálfleik Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira