Sport

Thelma Rut og Viktor sigursæl í dag

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Viktor Kristmannsson er hér fyrir miðri mynd.
Viktor Kristmannsson er hér fyrir miðri mynd. Mynd/Daníel
Íslandsmeistararnir í fjölþraut, þau Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu, voru sigursæl þegar keppt var í einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í dag.

Viktor varð Íslandsmeistari á boga og í hringjum í dag. Hann hlaut 13,05 í einkunn fyrir frammistöðu sína á boga og 13,35 í einkunn á hringjum. Bróðir Viktors, Róbert Kristmannsson úr Gerplu, bar sigur úr býtum í tveimur greinum en hann fékk hæstu einkunn fyrir golfæfingar, 13,35, og 14,15 fyrir stökk. Í æfingum á tvíslá var það Bjarki Ágeirsson úr Ármanni sem varð Íslandsmeistari og á svifrá fór Ólafur Garðar Gunnarsson, Gerpla með sigur af hólmi.

Í kvennaflokki sigraði Telma Rut Hermannsdóttir í stökki. Á tvíslá fagnaði Dominiqua Belányi úr Gróttu sigri og á jafnvægisslá fór Jóhanna Rakel Jónasdóttir úr Ármanni með sigur af hólmi. Embla Jóhannesdóttir úr Gróttu stóð sig best í golfæfingum.

Í unglingaflokki kvenna dreifðust Íslandsmeistaratitlarnir á nánast öll félög en í unglingaflokki karla var það Sigurður Andrés Sigurðarson sem vann til verðlauna á öllum áhöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×