Viktor: Vill alltaf gera betur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2011 08:30 Bræðurnir Róbert og Viktor (til hægri) Kristmannssynir. Mynd/Daníel Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér." Innlendar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér."
Innlendar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira