Hæstaréttarlögmenn: Megum ekki leika okkur að framtíð barnanna 16. mars 2011 17:53 Hæstaréttarlögmennirnir Garðar Garðarsson, Gestur Jónsson, Guðrún Björg Birgisdóttir, Gunnar Jónsson, Jakob R. Möller, Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar H. Hall og Sigurmar K. Albertsson skrifuðu grein, sem þeir hafa sent fjölmiðlum, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir muni segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Greinin ber heitið: Dýrkeyptur glannaskapur. Í greininni segja lögmennirnir meðal annars: „Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesave-málsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur." Svo skrifa þeir að lokum: „Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn." Þessi grein kemur í kjölfar greinarflokks sem hefur birst eftir hæstaréttarlögmenn í Fréttablaðinu undanfarna daga og þeir lýsa yfir andstöðu við samningnum. Hægt er að nálgast grein hæstaréttarlögmannanna, sem er fylgjandi samningnum, í heild sinni hér fyrir neðan. Icesave Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum umfram fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Hæstaréttarlögmennirnir Garðar Garðarsson, Gestur Jónsson, Guðrún Björg Birgisdóttir, Gunnar Jónsson, Jakob R. Möller, Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar H. Hall og Sigurmar K. Albertsson skrifuðu grein, sem þeir hafa sent fjölmiðlum, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir muni segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Greinin ber heitið: Dýrkeyptur glannaskapur. Í greininni segja lögmennirnir meðal annars: „Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesave-málsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur." Svo skrifa þeir að lokum: „Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn." Þessi grein kemur í kjölfar greinarflokks sem hefur birst eftir hæstaréttarlögmenn í Fréttablaðinu undanfarna daga og þeir lýsa yfir andstöðu við samningnum. Hægt er að nálgast grein hæstaréttarlögmannanna, sem er fylgjandi samningnum, í heild sinni hér fyrir neðan.
Icesave Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum umfram fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23