IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð 17. mars 2011 12:15 „Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið," sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. KR, sem endaði í 2. sæti deildarinnar tekur á móti Njarðvík sem náði að landa 7. sætinu eftir skelfilega byrjun á Íslandsmótinu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. „Þetta einvígi gæti í raun verið úrslitaeinvígið – ég geri ráð fyrir alveg rosalegri keppni," sagði Svali m.a. í þættinum. „Pavel Ermolinskij er stórkostlegur leikmaður og Marcus Walker er eins manns hraðaupphlaup. KR þarf að vera með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni," bætti hann við. Benedikt telur að fjarvera Fannars Ólafssonar gæti haft mikil áhrif á KR-liðið en Fannar braut þumalfingur hægri handar á dögunum en hann er byrjaður að æfa á ný með liðinu. „Fannar bindur þetta KR lið saman í varnarleiknum en hann verður ekkert lengi frá. Ég get eiginlega lofað því að hann verður mættur í þessa Njarðvíkurseríu," sagði Benedikt m.a. í þættinum. „Það er búið að vera mikið rót á Njarðvíkurliðinu, Nýir þjálfarar og margir nýir erlendir leikmenn. Þetta hefur verið að skila sér og þeir hafa unnið 6 af síðustu 8 leikjum. Ég hefði reyndar viljað sjá þá vinna KFÍ á útivelli um daginn til þess að sjá það að þeir væru komnir á gott flug. Það er ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð," sagði Benedikt. Sérfræðingarnir ræddu einnig um útlendingamálin við Guðjón Guðmundsson í þættinum og þar voru skiptar skoðanir um þróun mála í íslenskum körfubolta. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið," sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. KR, sem endaði í 2. sæti deildarinnar tekur á móti Njarðvík sem náði að landa 7. sætinu eftir skelfilega byrjun á Íslandsmótinu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. „Þetta einvígi gæti í raun verið úrslitaeinvígið – ég geri ráð fyrir alveg rosalegri keppni," sagði Svali m.a. í þættinum. „Pavel Ermolinskij er stórkostlegur leikmaður og Marcus Walker er eins manns hraðaupphlaup. KR þarf að vera með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni," bætti hann við. Benedikt telur að fjarvera Fannars Ólafssonar gæti haft mikil áhrif á KR-liðið en Fannar braut þumalfingur hægri handar á dögunum en hann er byrjaður að æfa á ný með liðinu. „Fannar bindur þetta KR lið saman í varnarleiknum en hann verður ekkert lengi frá. Ég get eiginlega lofað því að hann verður mættur í þessa Njarðvíkurseríu," sagði Benedikt m.a. í þættinum. „Það er búið að vera mikið rót á Njarðvíkurliðinu, Nýir þjálfarar og margir nýir erlendir leikmenn. Þetta hefur verið að skila sér og þeir hafa unnið 6 af síðustu 8 leikjum. Ég hefði reyndar viljað sjá þá vinna KFÍ á útivelli um daginn til þess að sjá það að þeir væru komnir á gott flug. Það er ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð," sagði Benedikt. Sérfræðingarnir ræddu einnig um útlendingamálin við Guðjón Guðmundsson í þættinum og þar voru skiptar skoðanir um þróun mála í íslenskum körfubolta.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53